Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 46
46 RÉTTUR um, ekki fyrst og fremst fyrir málstað sósíalismans, heldur fyrir málstað hins borgaralega norska konungsríkis. Allar erfðir þessa ríkis, illar sem góðar, mynda svipaða skel um vitund hans og einangrunin í æsku: vörn gegn ofbeldinu. Þegar hann snýr loks frelsaður lieim í konungsríkið aftur, er allt, sem snertir við þessari skel, orðið ofbeldi. Arnulf Överland hóf skáldferil sinn á „hátíð einmana- leikans“, þar sem óttinn og dauðinn stóðu gestinum fyrir beina. Skap hans brauzt þó út úr þeim hljóða sal um stund — út í baráttu „þeirra smáu“. En ormur tortryggninnar hélt áfram að naga hjartaræturnar: hræðslan við svik lífsins. Innst inni trúir hann aldrei á fólkið, heldur fáa útvalda. Tímabundið ris hans í skjóli rússnesku byltingarinnar og sósíalismans er bundið persónulegri uppreisn gegn fátækt og einangrun æskunnar. Byltingarþörf hans stígur ekki upp úr hinu nýja sálardjúpi félagsverunnar. Fjögurra ára eintal við sjálfan sig gefur hinni gömlu sérhyggju listamannsins loksins verðugt skotmark: hann hefur verið svikinn. Nú er Arnulf Överland kominn aftur heim til móður sinnar sálugu, sem trúði því ekki, að eitt sinn myndi allur stéttamunur hverfa. Hann er orðinn góða barnið, sem ekki er lengur í andstöðu við „þá stóru“ í þjóðfélaginu. Það var lán, að hann skyldi „ganga menntaveginn", en ekki í „al- þýðuskóla". Og nú er Norræna félagið búið að bjóða honum hingað til íslands. Það er einmitt í tilefni af því, sem ég hef nú reynt að varpa ofurlitlu ljósi yfir liinn merkilega feril þessa fyrr- verandi samherja. Sá ferill er næsta lærdómsríkur fyrir hvern sósíalista. Hann sýnir, hversu gífurlega reynir á skilning þeirra og þrek, sem nú standa öndverðir í „andskotaflokk- inum miðjum“. Það er ekki skáldið Arnulf Överland, sem Norræna félag- ið býður heim í vor. Hann á ekki fyrst og fremst að lesa hin fögru kvæði sín fyrir íslendinga. Hann á fyrst og fremst að halda fyrirlestra um járntjaldið og stóru ljótu rússagrýluna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.