Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 53

Réttur - 01.01.1948, Page 53
RÉTTUR 53 ensku og annarra þjóða fjármagni inn í Þýzkaland, sérstak- lega í þýzka þungaiðnaðinn. Til að ná þessu marki var stofn- aður sérstakur félagsskapur, — (Continental and Industrial Trust) — að tilhlutun bankans í London. í London voru nú gerð mikil verzlunarviðskipti. Þýzka- land fékk bæði erlent fé og aðra aðstoð, svo að það gat keypt gnægðir af nauðsynlegustu hráefnum. Mest gekk til hins þekkta stálhrings (Vereinigte Stahhverke A.G.), er stofnaður hafði verið af Stinnes, Thyssen, Vögler, Poensgen og sam- starfsmönnum þeirra. Þessi liringur var frumkvöðull og aðalkraftur þýzku heimsvaldastefnunnar, nánasti bandamað- ur Hitlers og nazismans. Með enskum pundum og amerísk- uin dollurum styrkti nú Schröderættin í London vald þessa hrings. Þegar Schacht hafði komið fjármálakerfi þýzka ríkisins á fastan grundvöll 1926, hjálpaði Schröderbankinn í London til að útvega stálhringum bæði gjaldeyrislán og aðra að- stoð erlendis. Enn fremur varð hann umboðsmaður hrings- ins í London og erindreki í öllu, er að fjármálum laut. Það er næsta eftirtektarvert, að á þennan hátt styrkti Schröderættin í London hina stríðsæstu fasistaklíku iðnaðar- kónganna í Ruhr, þá klíkuna, sem heimtaði að þýzki stór- iðnaðurinn byggi sig undir lireint þjóðernislegt stríð til að ná einokunaryfirráðum yfir kola- og járnframleiðslu Evrópu. Þetta var í mótsetningu við stefnu hinna frjálslyndari kaþólsku afla, Otto Wolff, — Deutsche Bank o. fl., er hugðu á þýzk-franska samvinnu um hagnýtingu kolanámanna í Rulir og járnnámanna í Lothringen. Þeir sem muna eftir Ruhr-stríðinu 1923, J>egar franska stjórnin lét hernema Ruhrhéraðið, ættu einnig að muna, að þá voru örlög þýzka þungaiðnaðarins og hinnar ungu þýzku heimsvaldastefnu slungin úr einum og sama þræði. Þá var það Frakkland undir stjórn Poincaré, sem ætlaði að gleypa hinn Jrýzka þungaiðnað og stofna í þeim tilgangi þýzk-franskan félagsskap. Og í Ruhr fyrirfundust þýzkir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.