Réttur - 01.01.1948, Síða 54
54
RÉTTUR
samstarfsmenn, „frjálslyndir“ auðkýfingar, sem hugðu á
uppreisn móti einokun Stinnes og Thyssens.
Þá var það England, sem varð bjargvættur þýzku heims-
valdastefnunnar, því að það voru Englendingar, sem stöðv-
uðu herferð Poincarés, og lögðu þar með grundvöllinn að
bæði pólitísku og fjárhagslegu öryggi þýzku heimsvalda-
stefnunnar. Þá hófst líka sigurganga þýzka afturhaldsins frá
sósíaldemókrötunum til Briining, frá Hindenburg til
Hitlers.
Það var einnig Schröderbankinn, sem bjargaði þýzka stál-
hringnum fjárhagslega bæði með gengissamningum og lán-
um, þegar hann riðaði á barmi gjaklþrotsins vegna verð-
bólgunnar (gengishrunsins).
Þegar hér var komið, var hin gamla þýzka verzlunarmið-
stöð Hamborg ekki lengur aðalstöð bankans í Þýzkalandi.
Að vísu hélt móður„firmað“, Bræðurnir Schröder &: Co.
áfrarn að starfa þar. En höfuðmiðstöðin var nú í Köln, sem
nú var orðin fjárhagsmiðstöð þýzka þungaiðnaðarins. Þar
var ættin tengd þýðingarmiklum fjölskylduböndum. Þau
komu að góðu haldi á hinum upprennandi tíma heimsvalda-
stefnunnar.
Fram að þessu hafði fyrirtækið aðeins rekið hreina banka-
starfsemi, en steig nú skrefið yfir á hærra stig auðvaldsþró-
unarinnar, þar sem bankaauðvald og stóriðja er tvinnað
saman í nýjasta formi auðdrottnunarinnar, einokunarauð-
veldinu.
Saga Schröderættarinnar er því álíka lærdómsrík frá
sjónarmiði fjármálalegrar þróunar og alþjóðastjórnmála.
Stórbankinn I.G. Stein, sem var einkafyrirtæki, starfaði
a. m. k. þangað til Hitler beið ósigur 1945. Bankinn hafði
verið stofnaður 1790.
Fremsti maður í þessu fyrirtæki var Kurt von Schröder
barón. Nafn hans stendur skrifað gullnum stöfum í sögu
nazistaflokksins. Það var með hans aðstoð, sem Hitler tókst
að lirifsa völdin árið 1933. Hann var hinn sami og fríherra