Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 60

Réttur - 01.01.1948, Side 60
60 RÉTTUR ins (International Nickel Co.). Auk alls þessa á hann sæti í stjórnum margra annarra stórfyrirtækja. En þetta er aðeins lögfræðilega hliðin á starfsetni John Dulles. Hlutverk hans í opinberu lífi Bandaríkjanna og amerískum stjórnmálum er vel þekkt. Hann er einn af for- ustumönnum Republikanaflokksins og viðurkenndur tals- maður hans á sviði utanríkismála. Hann er persónulegur vinur formanns flokksins Thomas Dewey, sem keppti við Roosevelt í forsetakosningunum 1944. í Bandaríkjunum er það almennt álit, að Dulles eigi upptökin að hugmyndum Dewey, án Dulles taki Dewey engar ákvarðanir, og ræður hans og opinberar tilkynningar í síðustu kosningabaráttu hafi verið skrifaðar af Dulles. Þá efaðist enginn maður í Bandaríkjunum um það, að ef Dewey liefði náð kosningu liefði hann gert Dulles að utanríkisráðherra. Svo sem kunnugt er hefur Dulles tekið þátt í mörgum al- þjóðaráðstefnum síðan styrjöldinni lauk. Hann var ráðu- nautur bandarísku sendinefndarinnar á þingi sameinuðu þjóðanna í San Fransiskó vorið 1945. Um haustið sama ár var liann ráðunautur Byrnes á fundi utanríkisráðherra fjór- veldanna í London og 1946 var hann fulltrúi Bandaríkjanna á þingi sameinuðu þjóðanna í New York. John Dulles gegnir einnig áhrifamikilli stöðu innan lút- liersku kirkjunnar í Bandaríkjunum og hefur það ekki smá- vægilega þýðingu til að auka áhrif lians í bandarískri innan- ríkispólitík. í 10 ár hefur hann verið formaður nefndar, er á að vinna að réttlátum og varanlegum friði, og skipuð er af höfuðmiðstöð kirkjunnar. Auk þessa má benda á fleiri þætti í opinberum störfum Dulles, sem almenningur veit minna um. Það er t. d. fullyrt að hann hafi stutt bandarísku fasistahreyfinguna, „America- First“-nefndina. Þessi félagsskapur rak í byrjun stríðsins voldugan áróður fyrir Þýzkaland og gegn þátttöku Banda-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.