Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 63
RÉTTUR
63
er það óvéfengjanleg staðreynd, að í stríðinu við Morgan-
hringinn um afgerandi áhrif innan Republikanaflokksins
hefur Rockefellerklíkan utan um Standard Oil unnið sigur.
Því til sönnunar skal bent á það hlutverk, sem Wintrop
Aldrich einn af meðlimum Rockefeller-fjölskyldunnar og
bankastjóri Chase National Bank, hefur að sjá flokknum
fyrir fjármagni og taka þátt í stjórn hans. Hinn látni Jolin D.
Rockefeller eldri, ættfaðirinn, var auk jíess meðlimur flokks-
ins.
John Dulles er hægri hönd Deweys, flokksleiðtogans, og
utanríkisráðherraefni flokksins. Hann er einnig gamall
meðlimur úr stjórn Rockefellersjóðsins sem er sérkennilegt
fjármálafyrirtæki er siglir undir fána góðgerðastarfseminn-
ar. Til að koma fé sínu undan vissum tegundum af sköttui .
hafa Rockefellerauðjöfrarnir lagt hundruð milljónir dollara
í þennan sjóð. Við og við úthlutar sjóðurinn nokkrum mill-
jónum dollara til Iiáskóla, skóla og ýmissa menningarstofn-
ana. Þannig ráða hinir amerísku auðkóngar yfir vísindum
fræðslu og menntun fólksins.
Rockefellersjóðurinn er varasjóður þessara tröllauknu
milljónamæringa og aðeins þeir, sem standa næst fjölskyld-
unni, fá að koma nærri stjórn hans.
Hér í liggur J>á ástæðan til hinna miklu áhrifa, sem lög-
fræðingafélag Dulles-bræðranna hefur náð. Og hér má einn-
ig finna skýringu á hinum geisihraða vexti útibús Schröder-
bankans í New York.
Allen Dulles hefur um margra ára skeið verið lögfræði-
legur ráðunautur og samtímis forstjóri útibúsins (J. Henry
Schröder Banking Corporation) en formaður stjórnar jæss
er hinn áður nefndi Helmuth Schröder frá London. Þegar
Allen Dullas fór til Evrópu á stríðsárunum til að skipuleggja
hina leynilegu fréttaþjónustu Bandaríkjanna, tók De Lano
Andrews, sem einnig er meðlimur í félagi Dulles bræðranna,
við starfi hans í bankanum.