Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 65

Réttur - 01.01.1948, Page 65
RÉTTUR 65 VII. SamBKrismennimir reyna að bjarga auðvaldi Þýzkalanda út úr hruni Hitlers Löngu áður en Bandaríkin voru komin í stríð við Þýzka- land var hin bandaríska leynilega fréttaþjónusta farin að reka mjög víðtæka starfsemi í Evrópu, einnig þeim löndum, sem Þýzkaland hafði liernumið. Henni tókst að ná og við- halda sambandi við margskonar öfl, sem lýstu sig andvíg yfirráðum Hitlers, en voru þó í langflestum tilfellum meira og minna tengd þýzka afturhaldinu. Menn þessir hötuðu Iiina raunverulegu andfasistisku hreyfingu, hreyfingu fólks- ins. í fjölmörgum tilfellum var andstaða þeirra við Hitler og nazismann fyllilega vafasöm. T. d. er alkunnur sá pólitíski hráskinnsleikur, sem banda- ríski erindrekinn í Frakklandi, Robert Murphy, lék í sam- vinnu við Petain og síðar með Giraud hershöfðingja. Þar var opinberlega unnið að því að stappa stálinu í æstustu aftur- haldsmennina innan frönsku yfirstéttarinnar, (efla sam- vinnu þeirra við fasistana), æfa þá undir það hlutverk að verða „bjargvættir“ föðurlandsins, festa þá svo í sessi, að erfitt yrði fyrir lýðræðissinnuð framfaraöfl að vinna bug á þeim á örlagaríkum augnablikum. Þessari starfsemi hinnar hernaðarlegu og pólitísku frétta- þjónustu Bandaríkjanna (OSS) var því ekki stefnt gegn fas- istunum, heldur miklu fremur gegn andfasistisku hreyfing- unni. Meðlimir hennar óskuðu þess ekki, að frelsun föður- lands þeirra yrði á þann hátt, að ein drottnunarklíkan tæki við af annarri. Þetta ástand var sérstaklega einkennandi fyrir Frakkland. Sú deild bandarísku fréttaþjónustunnar, sem vann í sjálfu Þýzkalandi, hafði aðalstöðvar sínar í Sviss. Þar hafði OSS volduga miðstöð, sem réð yfir bæði miklum fjár- munum og öðrum tækjum starfinu tilheyrandi. Æðsti mað- ur þar var Allen Dulles, yngri bróðir John Dulles, meðeig- andi í lögfræðingafélaginu Sullivan og Cromwell, og for- stjóri Schröderbankans í New York. 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.