Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 67

Réttur - 01.01.1948, Page 67
RÉTTUR 67 fyrirskipaði Allen Dulles honum hvernig hann skyldi haga sér í einu og öllu. Þannig var línan lögð á ný eftir gömlu áætluninni um „vestrænt“ ensk-þýzk-amerískt bandalag. Enn fremur er það eftirtektarvert, að meðal prússnesku aðalsmannanna, sem tóku beinan þátt í hinni mislukkuðu tilraun Goerdelers til að snúa gangi þróunarinnar var Moltke greifi, sem með kvonfangi sínu var tengdur fjölskylduböndum við Schröder- ættina. Sambandinu milli þessarar þýzku klíku og miðstöðvar Allen Dulles í Sviss var haldið við af H. B. Gisevius, sem var áhrifamikill maður innan þýzku leyniþjónustunnar, er laut stjórn Canaris aðmíráls. Gisevius hefur síðan verið leiddur frarn sem vitni í Núrnberg, og hefur sannazt, að hann hafi samtímis verið starfandi í leynilegum fréttaþjónustum Bandaríkjanna og Þýzkalands. Þó er sagan ekki nema hálfsögð enn. í Þýzkalandi starf- aði maður að nafni Gerhardt Westrick, alkunnur þýzkur lögfræðingur, er einnig var samverkamaður Dullesbræðr- anna. Hann var því í raun og veru nokkur konar afleggjari af þessu alls staðar nálæga lögfræðingafélagi og hafði á hendi urnsjón með ýmsum amerískum fyrirtækjum í Þýzkalandi. Hann stjórnaði t. d. viðskiptum þýzk-ameríska talsíma- og ritsímahringsins, en í stjórn hans átti Kurt von Schröder sæti. Hann var einnig varaformaður í stjórn Focke Wulf flugvélaverksmiðjanna í Bremen, sem unnu fyrir Göring. Einnig þar var Kurt von Schröder meðstjórnandi. West- rick var nazisti. Bróðir hans, Ludger Westrick, er var lög- fræðingur, var „sérstakur" fulltrúi (Sonderbeauftragter) Hit- lers fyrir hergagnaiðnaðinn. Þetta kom til meðferðar í Núrnbergréttarhöldunum. Ribbentrop sendi Gerhardt Westrick sem verzlunarfulltrúa til Bandaríkjanna 1940, þar sem honum var falið að efla samböndin við samtök einangrunarsinnanna, þ. e. hægri arm Republikanaflokksins, sem John Dulles stjórnar ásamt

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.