Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 68
68
RÉTÍtiR
fleirum. Þannig sjáum við, að einnig hér liggja þræðirnir
saman.
Þannig hélt Schröderbankinn áfram að reka sína gömlu
Miinchenpólitík, meðan síðari styrjöldin stóð yfir. Breyting-
in var aðeins sú, að nú var starfið rekið gegn um skipulags-
tæki hinnar leynilegu bandarísku fréttaþjónustu bæði þá
hernaðarlegu og stjórnmálalegu, og einnig í samvinnu við
svæsnustu afturhaldsmennina í Þýzkalandi, sem tóku rott-
urnar sér til fyrirmyndar, og yfirgáfu hina sökkvandi fleytu
Hitlers, sem rauði herinn var nú í þann veginn að sprengja
í loft upp.
Valdaránið, þessi einkabylting, sem Gisevius, Schacht og
Goerdeler höfðu undirbúið, fór út um þúfur. Það var rauði
herinn, sem að lokum skrúfaði fyrir öll áform Hitlers og
glæpafélaga hans. Enn þá einu sinni hafði Schröderættin og
bandamenn hennar beðið ósigur.
Nú skulum við líta á sfðasta þáttinn, eftirstríðs tímabil
þessarar alþjóðlegu starfsemi Schröderbankans. Því þessari
starfsemi er langt frá því að vera lokið, heldur er hún rekin
með meiri krafti, en nokkru sinni fyrr, bæði frá London,
New York og Vestur-Þýzkalandi.
Aðferðirnar eru breyttar að vísu, og bæði hagfræðilegu og
pólitísku vígorðin hafa verið fægð að nýju.
En takmarkið, sem að er stefnt, og öflin, sem bak við
standa, eru nákvæmlega hin sömu. Með Ruhr og Bandaríki
Vestur-Evrópu að vopni er stefnan mörkuð til endurreisnar
þýzku heimsvaldastefnunnar og myndunar nýrrar blakkar
móti Sovétríkjunum.
VIII. Samsæri harðsvíruðustu auðhringa Ameríku, Englands
og Þýzkalands skipulagt gegn alþýðu heimsins enn á ný
Þetta þýzka viðfangsefni er nú komið á það stig, að til
úrslita hlýtur að draga milli stórveldanna. Afstaða Sovét-
ríkjanna til Þýzkalands er alkunn. Þau heimta lýðræðislega