Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 71
RÉTTUR
71
starf að nýju. Eftir stutta fangelsisvist fékk hann frelsi fyrir
atbeina hernámsyfirvaldanna og er nú önnum kafinn við að
skipuleggja samböndin milli þýzkra og bandarískra stór-
gróðafélaga. í því sambandi má einnig minnast þess, að nú
um skeið liefur verið rekinn mjög sterkur áróður innan
þýzku auðhringanna fyrir því, að 30% af hlutafé í öllum
þýzkum stórfyrirtækjum yrði afhent enskum og amerískum
iðnrekendum, og þannig yrði þýzki „kapitalisminn“ tengdur
órjúfanlegum böndum við þann enska og ameríska. Upp-
hafsmaður þessarar áætlunar er nazistinn Rechberg. Af
þessari fyrirhuguðu skiptingu hlutafjársins er auðvelt að
geta sér til hverjum er ætluð forustan í þessari samsteypu,
ef ekki strax þá síðar meir.
Stjórnmálabaráttan er það samþjappaða form, sem átökin
í efnahagslífinu birtast í. Þessi keppni auðhringanna til að
styrkja undirstöður sínar í Þýzkalandi hefur óspart verið
færð í stjórnmálalegan búning. Einu sinni hét hún „Míin-
chenpólitík“. Þá var opinberlega keppt að því, að koma á
sem nánustu samstarfi milli engilsaxneskra valdhafa og
þýzkra nazista. Ribbentrop stofnaði ensk-þýzkan félagsskap
(Anglo-German-Fellowship) til að reka þýzkan áróður í Eng-
landi. Öll stjórn og starfslið Schröderbankans í London voru
meðlimir í þessurn félagsskap og einn af helztu baráttu-
mönnum hans var Tíarks, aðalbankastjórinn. Allt þangað
til stríðið brauzt út studdi hann af alefli Chamberlain og
stefnu hans.
Nú í dag er keppsl við að sníða þessum pólitíska stefnu-
kjarna nýjan búning. Chamberlain er úr sögunni en aðrir
hafa tekið að sér hlutverk hans.
Allir þekkja síðustu Iterferð Winston Churchill fyrir
„bandaríkjum Evrópti" eða a. m. k. „bandaríkjum Vestur-
Evrópu“, sem eiga þá að ná yfir Þýzkaland og sérstaklega
Ruhrhéraðið. Enn fremur er vel kunn ræða sú, sem Jolin
Dulles flutti í New York 17. jan. 1947, daginn eftir að Chur-
chill hafði tilkynt stofnun hinnar brezku nefndar til að