Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 85

Réttur - 01.01.1948, Page 85
Söngvasafn íslenzkrar alþýðu sem AlþýSusambandið hefur haft í undirbún- ingi síðastliðið ár, kemur út á næsta hausti að forfallalausu. í safninu verða 120—140 sönglög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Allt að helmingur laganna hefur ekki áður birzt hér. Um allmörg ár hefur verið tilfinnanleg vönt- un á hentugu söngvasafni til notkunar við söng í heimahúsum og hvers konar mann- fagnaði, þar sem langt er nú síðan íslenzkt söngvasafn var til þurrðar gengið. Þessu safni er œtlað aS bœta aS nokkm úr þessarí þörf. Verkalýðsfélögin og aðrir velunnarar almenns söngs meðal þjóðarinnar eru nú að safna áskrifendum að bókinni og þar sem áskrifta- söfnun virðist ganga mjög að óskum, má bú- ast við að lítið af upplaginu verði sett í bóka- verzlanir, því að eintakafjöldi verður tak- markaður vegna pappírsskorts. Þeir sem áhuga hafa fyrir að eignast safn þetta, ættu því að gerast áskrifendur, og það fyrr en síðar. Sendið pöntun í pósthólf 694 eða hringið í síma 3980. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.