Réttur - 01.08.1961, Side 16
240
R É T T U R
sj ávarútvegi. ÞaS þarf því ekki að óttast atvinnuleysi, og það skiptir
Iangmestu máli.
Burtséð frá því, hversu sennilegar þessar líkur eru, skulum við í
þessu sambandi athuga 48. gr. Rómarsáttmálans:
— Frjáls tilfiutningur verkamanna innan Bandalagsins skal
tryggður. —
Það er ekki aðeins að íslenzkt atvinnulíf geti útlenzkast með er-
lendum eigendum atvinnutækjanna, heldur líka með erlendu verka-
fólki, sem vinnur við þau.
í sumum héruðum Efnahagsbandalagsins, sérlega á Suður-Ítalíu,
hefur atvinnuleysi verið landlægt áratugum saman. Eftir stofnun
Bandalagsins hafa verkamenn streymt þaðan til þróaðri landa þess.
Sumir áætla, að nú vinni um hálf milljón ítala í öðrum löndum
Bandalagsins, og verða þó ekki allar hömlur á „frjálsum tilflutningi
verkamanna“ afnumdar fyrr en við lok millibilsástandsins. A Suður-
Ítalíu og Portúgal, sem sennilega gerist einnig aðili að Bandalag-
inu, hafa þjóðartekjur á íbúa verið undir 300.00 bandarískir dollar-
ar á ári.27) Á íslandi voru þjóðartekjurnar 1957 3.800 milljónir.28)
Það þýðir: 600.00 dollarar á mann, skv. gengi eftir 22. febr. 1960
(ca.) (tæpl. 1.400.00 dollarar á mann eftir þáverandi gengi).
Það eru því mjög sterkar líkur til þess að fólk úr þessum héruð-
um myndi koma hingað í atvinnuleit, ekki sízt þegar þess er gætt, að
123. gr. Rómarsáttmálans kveður á um stofnun Félagsmálasjóðs Ev-
rópu, sem m. a. skal notast til að „auka landfræðilegan og faglegan
hreyfanleik“ verkamanna, eins og þar er til máls tekið, þ. e. myndi
borga fargjaldið fyrir þetta fólk hingað.
Sömuleiðis er öruggt, að hinir erlendu atvinnurekendur munu
flytja með sér erlenda sérfræðinga í hinar nýju verksmiðjur sínar
hér.
Dvöl þessara útlendinga á íslandi hlýtur að varpa fram ýmsum
spurningum. verða þeir ekki allir íslenzkir ríkisborgarar eftir 5 ára
dvöl sína hér á landi? Yrðu þrátt fyrir það nokkrar líkur til þess að
þeir aðlöguðust íslenzkri menningu og lærðu íslenzku? Líkurnar til
þess minnka auðvitað í réttu hlutfalli við fjölda útlendinganna. —
Verða þessir útlendingar félagar í íslenzkum verkalýðsfélögum? Ef
já, er þá ekki hætta á að þeir nái þar meirihluta? Ef nei, stofna þeir
þá ekki eigin verkalýðsfélög?
í Rómarsáttmálanum eru ákvæði (117. og 118. gr.), sem kveða á
um, að samræma skuli lífskjör, tryggingamál, iðnfræðslu og ör-