Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 17
R É T T U R 241 yggismál á vinnustööum í aðildarríkjunum, og þó þannig, að hvergi verði um afturför að ræða. Er líklegt að atvinnurekandi erlendur hér á landi myndi flýta sér að veita fyrrverandi atvinnuleysingjum frá Sikiley sömu kjör í öllum atriðum og íslenzkum verkamönnum hefur tekizt að knýja fram? Ekki er ég á þeirri skoðun, eða hver getur sótt hann til saka fyrir að gera það ekki? Miklu fremur er ég á þeirri skoðun, að hann fái þá flutta hingað til að undirbjóða ís- lenzka verkamenn. Einnig eru í 118. gr. ákvæði um að samræma „upp á við“ löggjöf um verkalýðsfélög og kjarasamninga. Borgarastéttinni þykir ástand- ið í þessum málum einna „lægst“ hér á landi, þ. e. verkfallsrétturinn meiri en annars staðar í Vestur-Evrópu. Það er því enginn vafi, að „upp á við“ verður skilið sama skilningi og Sj álfstæðisflokkurinn leggur í hugtakið og fram kom bæði í ályktunum 16. þings SUS á Akureyri 8.—10. sept. s.l. og landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19.—22. okt.29) Sj álfstæðisflokkurinn mun ætla sér að fá Alþingi til að viðurkenna þennan skilning í vetur, án efa til að undir- búa þessa samræmingu „upp á við“. Það er því engin ástæða til bjartsýni fyrir íslenzka verkamenn, verði af aðild okkar að Efnahagsbandalaginu. Það er full ástæða fyrir þá að gæta að sér áður en svo verður komið, að erlendir verka- menn ákveða það, hve mikil laun þeir fá, ef nokkur, hjá erlendum verksmiðjueigendum á íslandi. 3) Ákvörðun um afnám sjálfsákvörðunarréttar aðildarríkjanna. Rómarsáttmálinn kveður á um, að upp skuli komið 4 stofnunum, sem grípa inn í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald aðildarríkj- anna í veigamiklum málum. Slíkar „yfirþjóðlegar“ stofnanir voru óþekktar í ríkjabandalögum fyrr en í kola- og stálsamsteypunni, sem nær yfir sömu lönd og Efnahagsbandalagið og er fyrirrennari þess30) og nú í Efnahagsbandalaginu. Þessar stofnanir tóku til starfa við gildistöku sáttmálans og eru: a) Þing bandalagsins, sem kemur saman í Strassbourg. Það er sam- eiginlegt fyrir Efnahagsbandalagið, Kola- og stálsamsteypuna

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.