Réttur - 01.08.1961, Side 18
242
R E T T U R
og Euraton (kjarnorkusamsteypu sexveldanna). Þingmenn eru
kosnir af þjóðþingum aðildarríkjanna:
36 frá hverju stóru landanna þriggja,
14 frá Belgíu og Hollandi hvoru,
6 frá Luxemborg,
Alls 142.
Síðar er gert ráð fyrir að kjósa til þingsins með beinum kosn-
ingum í öllum aðildarríkjunum.
b) Ráðið; í því situr einn ráðherra frá hverju aðildarríki, og skipt-
ast þeir á í forsætinu. Það hefur ekki fastan samkomustað.
c) Framkvœmdastjórnin, sem situr í Briissel. í henni eru 9 menn,
tilnefndir af ríkisstjórnum aðildarríkjanna í samvinnu. Þeir eru
tilnefndir til 4 ára, og tilnefna má sama manninn eins oft og vill.
Ekki mega vera fleiri en 2 menn frá sama ríki í framkvæmda-
stjórninni. Forseti hennar er próf. Hallstein frá V-Þýzkalandi.
d) Dómstóll Efnahagsbandalagsins, sem situr í Luxemburg. í hon-
um sitja 7 dómarar og 2 saksóknarar, tilnefndir af samvinnandi
aðildarríkjastjórnum til 6 ára, en tilnefna má þá eins oft og vill.
Váldsvið stofnananna:
Þingið hefur „íhugunar- og eftirlitsrétt“ segir í 137. kr. Vald þess
gagnvart ráði og framkvæmdastjórn er tekið fram í 140 gr.:
„Ráðið skal láta álit sitt í ljós á þinginu við þær kringumstæður,
sem það ákveður sjálft í fundasköpum sínum.“
„Framkvæmdastjórnin skal svara, munnlega eða skriflega, fyrir-
spurnum, sem þingið eða þingmenn bera fram við hana.“
Einnig í 144. gr.: með % hlutum greiddra atkvæða, sé það meiri-
hluti þingmanna, getur þingið samþykkt vantraust á framkvæmda-
stjórnina, sem þá skal fara frá. En að sjálfsögðu hefur þingið engin
áhrif á það, hvernig hin nýja framkvæmastjórn verður samsett.
Það mætti hverjum manni vera augljóst, að þetta þing er í raun-
inni grínsamkunda. Ráðin og íramkvæmdastjórnin eru ekki á
nokkurn hátt bundin af tillögum þess og ályktunum (nema í þessu
eina tilfelli, sem segir í 144. gr., en það þýðir þó ekkert annað en
vald til að tefja mál).
Til ákvarðana framkvæmdastjórnarinnar nægir meirihluti at-
kvæða. Til ákvarðana ráðsins þarf ýmist samhljóða atkvæði eða
meirihluti.81) Sáttmálinn gerir ráð fyrir að ákvæðin um samhljóða