Réttur


Réttur - 01.08.1961, Síða 24

Réttur - 01.08.1961, Síða 24
248 R É T T U K ing.41) Þessi lækkun fiskandvirðisins er svo liverfandi lítill, að hrein firra er að afsala efnahagslegu sjálfstæði landsins fyrir hana. 5) Þeir, sem er annara um hundraðshlutann eina en sjálfstæðið og landhelgina, ættu að athuga, að hætta er á því, að við töpum þess- um markaði á miklu hættulegri hátt við að ganga í Efnahagsbanda- lagið en að standa utan við það. Ekki er nokkur vafi, eins og áður er getið, að eftir inngöngu okkar risu hér upp útgerðarfyrirtæki og fiskvinnslustöðvar. Ekki er ósennilegt að þessi fyrirtæki megi reka hagkvæmar en þau íslenzku. Bæði er, að hinir erlendu aðilar hafa á mörgum sviðum fiskiðnaðar meiri reynslu en við, sérlega þó um niðursuðu og niðurlagningu, og svo er hitt, að þeir munu verða fjársterkari og því eiga auðveldar en íslenzkir með uppsetningu allra nýtízku véla og verksmiðja. I þessu sambandi er rétt að benda á, að búizt er við, að samþjöppun í v-þýzkum sjávarútvegi muni aukast á næstunni, þ. e. að fyrirtæki þar verða stærri og auðugri.42) Þessir aðilar veiða fisk á Islandsmiðum, jafnvel í íslenzkri land- helgi, með erlendum skipum og erlendri áhöfn, fiskinum er landað hér í erlend fyrirtæki, sem vinna úr honum, jafnvel án þess að nokk- ur íslendingur komi þar nálægt, síðan er honum skipað út í erlend skip ög fluttur til V-Evrópu. Þar er hann seldur í samkeppni við þann fisk, sem við íslendingar veiðum sjálfir og vinnum úr. Hvað verður, ef hann þolir lægra verð en okkar fiskur? Það verður ekki í okkar valdi að koma í veg fyrir það, að það vopn, sem íslenzka borgarastéttin ætlar Efnahagsbandalaginu að verða í markaðsmálum okkar, snúist í hendi okkar. B) Nýju framleiðslugreinarnar og erlenda fjármagnið. Fullyrt hefur verið, að við þurfum á erlendri tækniaðstoð að halda og reiknað hefur verið út, að við þurfum á erlendu fjármagni að halda í svo og svo miklum mæli til að koma hér upp nýjum fram- leiðslugreinum og standa straum af nauðsynlegri framleiðsluaukn- ingu. Það er alveg rétt, við þurfum hvort tveggja til þess að svo mætti verða. En til þess er ekki nauðsynlegt að útlendingur eignist eitt einasta fyrirtæki á landi hér. Hvort tveggja getum við fengið, tækniaðstoðina og féð, í formi einkalána og ríkislána, í austri og

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.