Réttur


Réttur - 01.08.1961, Side 47

Réttur - 01.08.1961, Side 47
R É T T U R 271 ingu. Verzlunin skaðaðist síður en svo á kauphækkununum. Aukin kaupgeta og vaxandi viðskipti gerðu fyllilega að jafna aukinn til- kostnað hennar vegna. Bátasjómenn höfðu áður fengið sín kjör lagfærð nokkuð og var því ekki um að ræða neinn teljandi aukinn tilkostnað bátaflotans, en togarasjópienn höfðu engar kauphækkanir fengið, svo ekki urðu vandkvæði togaraútgerðarinnar til kaup- hækkana rakin. Fiskiðnaðurinn hefur á þessu ári átt við verulegar hagsbætur að búa vegna verðhækkana á erlendum mörkuðum, sem nema varla minna en 10% til jafnaðar. Þó hafa frystihúsin verið nefnd sem dæmi þess, hve kauphækkanirnar væru óbærilegar. — Óyggjandi sannanir eru þó fyrir hendi um það, að þau gátu auð- veldlega staðið undir hœkkununum án gengisfellingar. Þær sann- anir liggja skjalfestar fyrir í reikningum frystihúsa, sem allir eiga auðveldan aðgang að. Hér skal tilfært eitt dæmi af mörgum: Frysti- hús greiðir, árið 1960, 5.8 millj. kr. í öll vinnulaun. Ríflega áætluð kauphækkun á ári verður hjá þessu fyrirtæki 800 þús. kr. Utflutn- ingsverðmæti á ári er um 37 millj. kr. Kauphœkkunin öll jafngildir því 2.1% hækkun á útflutningsverðmœti eða miklu minni upphœð en hœkkunum, sem orðið hafa á markaðsverði. Þetta sama frysti- hús skilaði 1960 gróða og afskriftum upp á 2.7 millj. kr. og greiddi í vexti 2.1 millj. Þetta fyrirtæki gat því ekki aðeins haldið öllum hagnaði sínum heldur aukið hann verulega, ef vextir hefðu verið lækkaðir um þriðjung eða í hið sama og þeir voru fyrir „viðreisn- ina“. Þannig standast allar fullyrðingar stjórnarliðsins um nauð- syn gengisfellingarinnar dóm staðreyndanna. Talsmenn ríkisstjórnarinnar fullyrða, að engin leið sé til þess finnanleg eða fær að framkvæma þá tekj utilfærslu í þjóðfélag- inu, sem launahækkanirnar leggi því á herðar, en sjálf hefur hún staðið fyrir tekjutilfærslu, sem er mörgum sinnum meiri, en aðeins til andstæðrar áttar og hún hyggst nú auka þá tilfærslu frá vinnu- stéttunum til auðmannastéttarinnar stórlega frá því, sem þegar er orðið. Þannig fær verzlunarstéttin nú ekki einasta að leggja fulla álagningu á gengismismuninn nýja og allar tolla- og aðflutnings- gjaldahækkanirnar, sem af henni leiða, enda þótt það þýði samkv. útreikningum verðlagsyfirvalda a. m. k. 3% hækkun umfram það, sem aukinn tilkostnaður gefur tilefni til, heldur er álagningin stór-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.