Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 2

Réttur - 01.01.1963, Page 2
2 R É T T U R iðnaðurinn hefur gerbreytt ástandinu frá því sem var fyrir ]0 árum: Arsframleiðslan fór úr 29 þúsund smálestum 1952 upp í ca. 80 þúsund 1958. En hún hefur ekki farið fram úr því síðan, en varð svipuð nú síðasta ár. Vér íslendingar gerðum tæknibyltingu í aflabrögðum með nýsköpun fiskiflotans 1945 og á árunum þar á eftir. Og aftur var tekið stórstökk á vinstri-stjórnarárunum. Hrað- frystingin tók líka stórstökk fram á við. Og í síldveiðunum hefur nú gerzt ný tæknibylting í aflabrögðum tvö síðustu árin. Það sem nú er lang veigamesta verkefnið er fullvinnslan úr þessu mikla og dýrmœta hráefni: 800 þúsund tonnum af síld og öðrum fiski. Það heimtar iðnhyltingu í matvælaframleiðslunni, eins og Sósíalistajiokkurinn hvað eftir annað hefur sýnt frarn á. Sú iðnbylting niðursuðu og niðurlagningar heimtar ekki mikið fjármagn. Niðurlagningarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði mun vart kosta meir en þrjár milljónir króna, eða hluta úr verði vélbáts. Það má koma upp tíu slíkum verksmiðjum eða jafngildi þeirra fyrir minna en andvirði eins togara. En það þarf að einbeita stjórn atvinnulífsins að þessu: láta bankana lána til þessa í stórurn stíl og með góðum kjör- um og haga utanríkisverzluninni með þetta fyrir augum. Eina örugga aðferðin til þess að koma föstum grundvelli undir slíka iðnbyltingu er að sem.ja við Sovétríkin, Austur- Þýzkaland og önnur sósíalistísk ríki um mikinn markað á grundvelli jafnvirðiskaupa. Þannig tvöfölduðum við freð- fiskframleiðsluna. Og með slíkan samning að baklijalli er hægt að berjast um markaði í auðvaldslöndunum við auð- hringina þar. Ella verðum við traðkaðir undir. Þetta er yerkefnið, sem þolir enga bið,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.