Réttur


Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 4

Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 4
4 R E T T U R Dungi sonur hans stóð líka hjó dánarbeði föður síns, og æðstiprest- urinn, sem annaðist uppeldi hans, hélt í hönd honum. Konungurinn hóf máls og mælti: „Sjáðu til, sonur minn, guðirnir hafa ekki leyft mér að fram- kvæma til fulls hina miklu áætlun, sem hefði orðið komandi kyn- slóðum vitnisburður um það, að með Ur-Nammú, konungi í Sumer og Akkad, upphefst ný öld og hinn fyrri tími er farinn. Eg geng nú til fundar við guðina, ánægður yfir því, að hinn mikli paldurturn, tákn hins nýja tíma, gnæfir við himin. En það veldur mér áhyggju, að áætlunin mikla skyldi ekki komast í framkvæmd á jarðvistardög- um mínum. Ég heiti á þig, sonur minn, að ljúka þeim mannvirkjum eins og ég hafði hugsað mér og kveðið á við smiði mína. Ég vil að lokið verði múrunum umhverfis ytri garðinn, svo að umlokin séu hin helgu vé. Þau musteri sem tekið er að smíða í borgunum Lagas, Eridú, Úmma, Larsa og Adab verður að ljúka við. Þú veizt af eigin reynslu, að þessir helgistaðir eru ekki einungis til að færa þar fórnir guðunum til dýrðar, heldur jafnframt til að veita þar uppeldi sonum aðalsmanna og presta; þar eru þeim birtir leyndar- dómar helgra ritninga. Koparbræðslumenn vorir, vefarar, gullsmið- ir, myndhöggvarar og hörpumeistarar starfa og stunda list sína í görðum og sölum musteranna, því ef þeir væru á hrakhólum meðal alþýðu, myndi list þeirra hvorki njóta verndar né viðurkenningar. Þess vegna skaltu, sonur minn, Ijúka smíði musteranna samkvæmt hinni miklu áætlun, og ekki láta þér neina örðugleika í augum vaxa. Þannig muntu halda minningu föður þíns í heiðri. Og þér, veraldlegir og geistlegir virðingamenn í ríki voru, heyrið hinzta vilja Úr-Nammús konungs, sem gert hefur endi á styrjaldir og friðað ríkið! Ef þér reisið mér hautastein, eins og siður er til, þá skulu listamenn ekki sýna mig þar með sverð og boga, heldur með múrsleif og fötu, því fyrir Nannar vil ég standa sem handverks- maður, þar eð ég veit hann bera málband og mælistokk sér í hægri hönd, en ekki hefndarvopn dauðans. Fyrir átján árum, þegar ég var skattlandsstjóri Utú-Kegals, kon- ungs í Ereclu, og reis upp gegn yfirbjóðanda mínum, þá var það vegna þess, að ég hafði ákveðið að stöðva ófriðinn milli bræðra- borganna í Súmer. Þegar hver borg víggirðir sig gegn öðrum borg- um, en ekki aðeins höfuðborgin, aðsetur konungsins, hvernig eiga þá kaupmennirnir að fara að því að selja vörur sínar? Forfeður vorir komu frá fjöllunum í austri og lögðu undir sig sléttlendið á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.