Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 7

Réttur - 01.01.1963, Síða 7
R É T T U R 7 Pilturinn laut niður að hinum deyjandi manni, því rödd hans varð naumast lengur greind. „Þú skalt vita, sonur minn, að leyndarmál varanleikans er skráð í frumformi liins mikla musteristurns. Stríðið hefur skarpar rendur, þær skera og stinga — en þær eru ekki varan- legar. Þær slævast og eyðast við notkun, og skörðóttur hnífur er ekki annað en málmbútur, sem bíður bræðslu. Stríðið kemur engu varanlegu til leiðar. Musteristurninn hefur engar skarpar rendur, hann mun vara. Utlínur hans framlengja sig í átt til himins. Vegg- snið hans eru ávöl. Ferhyrningur stríðsins er umluktur af hring friðarins. Því að fegurð og vizka eru valdinu meiri. Þessi er hinn táknlegi leyndardómur himinbjargsins, sem ég hef reist til dýrðar mánaguðinum Nannar, höll friðarins, er standa mun um eilífar tíðir.“ Þessi voru síðustu orð Úr-Nammús, konungs í Súmer og Akkad, er grundvallaði þar ríki þriðju konungsættar og samtíma sagnrit- arar háru það vitni, að hann hefði leitt réttlætið til öndvegis í landi sinu. Þorsteinn Valdirnarsson, íslenzkaði.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.