Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 8

Réttur - 01.01.1963, Page 8
STEFÁN H. SIGFÚSSON: Einyrk j abúskapurinn og vélvæðing landbúnaðarins [Stefán H. Sigfússon, sonnr Sigfúsar Sigurhjartarsonar, er ungur húfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn og starfar nú á vegum Landnáms ríkisins. Hann á sæti í miðstjórn Sósíalistaflokksins og bændanefnd hans.] Allir, sem eitthvað þekkja til landbúnaðar hér á landi, vita, að flest bú eru svokölluð einyrkjabú, þ. e. a. s. bóndinn vinnur einn að búinu ásamt fjölskyldu sinni, en elztu hörnin fara í mörgum lilfell- um að heiman, þegar þau eru orðin fullgild til vinnu. Á slíkum húum verður nýting vinnuvéla mjög léleg, vegna þess að sá vélakostur, sem einyrkjabóndinn verður að hafa til að geta rekið bú, sem liann getur lifað af, gæti fullnægt mun stærra búi. Bóndinn getur ekki ráðizt í að kaupa hin stórvirku tæki, sem nú koma hvert á fætur öðru á markaðinn sökum þess, að búið ber þau ekki, og sakir skorts á vinnuafli er ekki unnl að stækka búið. Hver verður nú lausnin á þessum málum? Þar kemur fleira en eitt til greina. I. Sameign bænda á vélum. Sameign bænda á vélum kemur fyrst og fremst til greina, þar sem þéttbýlt er, og mundi verða um sameign að ræða á: a. Stórvirkum vélum, sem er ofviða fyrir hvern einstakan að kaupa, til dæmis sláttutæturum og kornskurðarvélum. b. Vélum, sem ekki eru notaðar að staðaldri, heldur til dæmis einungis vor og haust. Hér má nefna áburðardreifara (fyrir tilbú- inn áburð og húsdýraáburð), vélar til kartöfluræktar og jarð- vinnsluverkfæri, sem nota má við heimilisdráttarvélar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.