Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 14

Réttur - 01.01.1963, Síða 14
14 R E T T U R Það veltur hins vegar allt á því ací nú sé að því stefnt að steypa eigi aðeins leppstjórninni, heldur og sjcilfum yfirráðum bandaríska auðvaldsins í Guatemala, en ekki bara að setja nýja leppstjórn í stað hinnar gömlu. Ríkisstjórnin neytir allra bragða. Kosningar fóru fram í desember 1961 til þings lýðveldisins. Þingið kýs forseta 1963, ef enginn frambjóðandi fær meirihluta. Ymsir stjórnarandstæðingar vildu ekki taka þátt í þeim kosning- um sökum aðferða ríkisstjórnarinnar. En Verkalýðsflokkur Guate- mala skoraði á menn að reyna að skapa sem mesta einingu í kosn- ingunum og steypa stjórninni löglega. Kosningarnar sýndu hve veik stjórnin var. í höfuðborginni fékk hún aðeins 13% atkvæða. Ut um land greip hún til falsana og grófustu hrossakaupa, til þess að reyna að lafa. En það leiddi til sprenginga innan stjórnarinnar, vegna ósamkomulags um hvernig skipta skyldi fölsuðu þingsætunum milli stjórnarflokkanna. MeS vopn í hönd. Verkalýðsflokkur Guatemala, flokkur kommúnista, hefur lagt mikla áherzlu á að reyna að þróa byltinguna á friðsamlegan hátt, því það yrði alþýðunni ekki eins dýrkeypt. Vonir um það glæddust eítir dauða Armas og fall stjórnar hans 1957. Og Fuentes vann sigur sinn, af því fólkið treysti að hann færi þá leið. En hann sveik og gekk í þjónustu bandarísku auðhringanna. Kosningarnar í des. 1961 urðu fólkinu vonbrigði sakir falsana og ofbeldis stjórnarinnar. Þá greip þjóðin til vopna. í hyrjun febrúar 1962 myndaðist fyrsta skæruliðamiðstöðin í norðausturhluta landsins. Skæruliðarnir kröfðust lausnar á alda- gömlum vandamálum landbúnaðarins, útrýmingu ólæsisins og iðn- væðingar landsins. í byrjun marz myndaðist önnur skæruhernaðarrr.iðstöð í hjarta landsins. Aðalafl hennar er byltingarsinnuð æska. Félag háskólastúdenta heimtaði ógildingu kosninganna, fráför stjórnarinnar og myndun nýrrar stjórnar, er styddist við þá, sem nú berjast gegn afturhaldsstjórninni. í öllum æðri skólum landsins var háð verkfall að tilhlutun þessa félags. Háskólaráðið skoraði á alla menntamenn að taka þátt i því

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.