Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 25
R É T T U R 25 nákvæmlega upphæöir fyrir öll helztu fyrirtæki, eins og sums staðar annars staðar, heldur aðeins almennustu atriði. Fyrirtækjunum er svo í sjálfsvald sett að ákveða í smáatriðum fjárfestingu og fram- leiðslu, samkvæmt eftirspurn innanlands og utan. Auk þess hafa þau lil umráða eigið fjármagn (viss hluti af nettótekjunum, af- skriftarsjóðir o. s. frv.) sem þeim er frjálst að ráðstafa eftir vild. Verðlagspólitíkin einkennist sömuleiðis af óbeinni íhlutun ríkis- ins. Á markaðinum á sér stað „frjáls“ verðlagsmyndun, eftir sveifl- um framboðs og eflirspurnar, þessi óbeina íhlutun beinist einmitt að því að hafa áhrif á hlutfall þeirra. I fyrsta lagi ákveður áætlunin nokkur helztu hlutföll efnahagslífsins, einkanlega milli neyzlu og fjárfestingar og þar af leiðandi einnig milli framleiðslu framleiðslu- tækja og framleiðslu neyzluvarnings, milli framboðs og eftirspurnar af hálfu þessara stærstu framleiðslugreina, og eftir óbeinum leiðum, hið almenna verðlagsástand framleiðslutækja og neyzluvarnings. I öðru lagi gegnir lánakerfið hér mikilvægu hlutverki (aukning eða takmörkun lána, eftir því sem þurfa þykir.); einnig aukainn- flutningur, sala á byrgðum í ríkiseign o. s. frv. Á hráefnum er enn þá lögboðið hámarksverð, en ætlunin er að afnema það smám saman. c) Utanríkisverzluninni er ekki stjórnað með einokunarvaldi rík- isins (þetta er mjög ólíkt því, sem annars gerist í sósíalískum lönd- um), heldur með öðrum aðferðum: verðlaunum fyrir útflutning, tollum, gjaldeyrispólitík, o. s. frv.; með þessu er reynt að tryggja |)að umfang og þá skiptingu hennar, sem samsvara mundi fyrir- huguðum breytingum efnahagslífsins innanlands. I sem styztu máli sagt, áætlunarbúskapurinn felst í að marka með óbeinum aðferðum höfuðdrættina í efnahagsþróuninni; innan þess- ara takmarka fær svo hagkerfið að þróast óhindrað eftir lögmálum markaðsins. Hér er um að ræða markað með frjálsri hringrás vara, hvort sem þær eru ætlaðar til neyzlu eða framleiðslu, þar sem ríkisvaldið skiptir sér ekkert af dreifingu framleiðslutækja milli fyrirtækjanua, þar sem verðlagið sveiflast hindrunarlaust, og þar sem framleiðendunum er frjálst að haga starfi sínu eftir ástandi markaðsins, hæð verðlagsins, arðgæfni framleiðslunnar. Þegar fyrir- tækin hafa fullnægt fjármálalegum skylduin sínum, eru þau laus við allar fyrirskipanir að ofan. Sjálfstjórn þeirra, þ. e. umráð „verka- mannaráðanna“ yfir fyrirtækjunum, er nærri því fullkomin. Þetta hagkerfi hefur sína kosti, fyrst og fremst þann að örva hag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.