Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 26

Réttur - 01.01.1963, Síða 26
26 R É T T U R sýnan rekstur fyrirtækjanna og þátttöku verkarnanna í stjórn þeirra. Ánnar þáttur jákvæður er sá gaumur sem gefinn er að arögæfni framleiðslunnar, því að fyrirtækjum, sem ekki skiluðu arði, mundi við þessi skilyrði vera ókleift að halda áfram starfsemi sinni. -— En einn kostur þessa kerfis er sá, að hér er varla hætta á vanrækslu hinna fjölmörgu léttvægari þarfa vegna fárra mikilvægari. A hinn bóginn felur það í sér margar hættur og flestar þeirra eiga rætur sínar í óhæfilega miklu sjálfgengi þróunarinnar. Það reynist erfitt fyrir miðstjórnarvaldið að ákvarða jafnvel þau grund- vallarlögmál, sem afmarka eiga markaðslögmálunum svið. Sér í lagi eru takmörkuð áhrif þess á fjárfestinguna, því að hjálpartæki þess megna miklu frekar að tryggja ákveðna, árlega upphæð fjár- festingar og þar af leiðandi ákveðinn þróunarhraða þjóðarbúskap- arins, en að ákveða með nokkurri vissu skiptingu þessarar upp- hæðar og þar af leiðandi stefnu þróunarinnar. Hér virðist vera um að ræða Akkillesarhæl júgóslavnesks áætlunarbúskapar. Frjáls samkeppni og sveiflur verðlagsins reynast oft (þar sem hagkerfið er opið, háð utanríkisverzlun um margar lielztu nauð- synjavörur) að lokum yfirsterkari ríkisáætluninni; sveiflur eftir- spurnar og verðlags á hinum kapítalíska heimsmarkaði hafa sín áhrif á heimamarkaðinn og ráða þannig töluvert miklu um fjár- festingu fyrirtækjanna. Og enn fremur: jafnvel júgóslavneskir fræðimenn játa, að óstöð- ugleiki markaðsins og tíðar breytingar á verðlagshlutföllum ýmissa vara torveldi hagfræðilega útreikninga, og þar sem miðstjórnar- valdið yfir fjárfestingunni er svo veikt, kemur þetta fram í því, að síður er lagt í stór fyrirtæki, sepi ekki mundu bera arð fyrr en eftir nokkurn tíma. Við þessi skilyrði er því mjög erfitt að leysa vandamál þróunar- innar til langs tíma og skipuleggja breytingar á efnahagslegri bygg- ingu landsins. Aðrar hættur eru tengdar þeirri staðreynd, að Júgó- slavía er land í þróun og iðnvæðingarpólitíkin hneigist til að auka um skeið ýmislegt misræmi, t. d. milli kaupmáttar íbúanna og vöru- magnsins, sem er á boðstólum; milli framboðs og eftirspurnar á hráefnum o. s. frv. Hér hefur sovézka kerfið það fram yfir hið júgóslavneska, að þar getur ríkisvaldið ákveðið verðlag og vinnu- laun. Júgóslavneska ríkið, sem þessar leiðir eru lokaðar, er oft ófært að halda í skefjum verðbólgunni, sem sprottin er af hinni hröðu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.