Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 32

Réttur - 01.01.1963, Page 32
32 R E T T U R ing stöðvuðu efnahagsþróunina. Á sama tíma og í Evrópu (þar sem yfirstéttin auðgaðist á þrælasölu) var innleidd ný tækni og nýjar stéttir fæddust, stöðnuðu þjóðfélagshættir Afríku á stigi hálfdrætt- ingsfeudalisma. Þegar Evrópa komst á stig imperíalismans, varð Afríka fórnar- lumb nýrrar tegundar ánauðar, sem birtist í nýlendukerfi 20. aldar. Nýlendustefnan, sem um 400 ára skeið hafði greitt Afríku svo mörg högg og þung varð enn til þess að hindra þróun framleiðsJuhátta í álfunni. En þetta tímabil er utan þess ramma, sem Davidson hefur sett bók sinni. Verkefni höfundar var ekki auðvelt. Og það þyrfti að rannsaka enn nánar mörg vandamál, sem rædd eru í þessari bók. En enginn getur andmælt með alvarlegum rökum aðalniðurstöðu bókarinnar: fjórar aldir í sögu Afríku — frá 15. til 19. aldar — voru tímabil „einangrunar og stöðnunar, alls staðar þar sem verzlun við Evrópu — sem var þrælaverzlun — gat teygt dauða hönd sína.“ — Og Davidson lætur í ljós þá von sína, að sannleikurinn um þetta sorg- lega tímabil í sögu Svarta meginlandsins verði framlag til bjartari framtíðar þess.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.