Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 33
LUIS CORVALAN:
Horfur á friðsamlegri
alþýðubyltingu í Chile
Þjóðfrelsishreyfingar breiðast nú mjög ört út í Suður-Ameríku.
Og í sumum ríkjum hennar eru þær allvel skipulagðar nú þegar, og
]>aráttuhugur og stjórnmálaþroski þátttakenda á háu stigi. Til dærnis
liefur verkalýðsstéttin í Chile mikla baráttuþjálfun og kommúnista-
flokkur landsins ekki alllitla reynslu og náin tengsl við alþýðu. Hinn
þroskaðri hluti öreigastéttarinnar og miðstéttanna i sveitunum, þar
á meðal landbúnaðarverkamenn, er sameinaður í einni fylkingu
(National Federation of Peasants and Indian Population). Allir
vinstri flokkar, kommúnistar, sósíalistar, þjóðlegir demókratar o. s.
frv. eru sameinaðir um ákveðna stefnuskrá í Þjóðfylkingunni
(Popular Action front).
Auk þess er fjöldi samtaka starfandi meðal kvenna, æskufólks,
embættismanna o. s. frv. Samvinna sósíalista og kommúnista er
rnikil og fer vaxandi og á þriðja landsþingi Verklýðssambandsins
(United Trade Union Centre) í ágúst gengu verklýðsfélög Kristi-
legra demókrata og Róttækra í sambandið, og standa nú að því
verkamenn úr öllum stjórnmálaflokkum.
Aðstæður kalla á víðtækar breytingar í þjóðfélaginu. Lands-
stjórnin er kreppt í blindgötu; hún á við efnahagsleg vandamál að
stríða; það skortir fé upp í þriðjunginn af útgjöldum fjárlaga og
þriðjung af erlendum gjaldeyrisskuldum; og ráðstafanir hennar,
svo sem önnur gengisfelling, hemjulaus útgáfa á nýjum bankaseðl-
um og nýjar lántökur, gera aðeins illt verra.
011 læknismeðul, sem Bandaríkin ráðleggja og hinar ráðandi
stéttir grípa til, reynast verr en engin. Síðasta uppfinning þeirra
beimsvaldasinna er hið svonefnda Framfarabandalag (Alliance for