Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 45
R É T T U R 45 ræðis í Sovétríkjunum er enn ekki tímabært í Kína, sem á langa leið fyrir höndum unz það nær iðnvæðingarstigi þeirra og framleiðni á íbúa. Kína er ennþá á erfiðasta bernskuskeiði efnahagsþróunar og viðfangsefnin eru að mörgu leyti svipuð — e. t. v. flóknari — og þau sem Sovétríkin áttu við að stríða í fyrstu tveim fimmáraáætl- unum. Við slíkar aðstæður — magnaðar af síendurtekinni óáran í landbúnaði og sennilega einnig mistökum hjá ráðamönnum — er vissulega ekki á dagskrá í svipinn að lina tökin, draga úr neyzlu- hömlum eða samstillingu þjóðarinnar til fórnfúsra átaka. Þeir hafa í hæsta lagi náð fyrsta áfanga á langri leið til allsnægtaþjóðfélags- ins og kínverska „þjóðin öll verður að vinna ötullega í fjöldamörg ár enn til þess að fullkomna sitt háleita hlutverk í anda óslitinnar byltingar.“*) Og kínverskir leiðtogar finna hjá sér minni hvöt nú en nokkru sinni fyrr til að rífa niður í heildsölu þá fræðilegu hyggingu sem verið hefur aðalleiksvið „óslitnu byltingarinnar“. Þeir hafa haldið að þjóð sinni áröngrum Sovétríkjanna undir 25 ára forustu Stalíns sem lýsandi fordæmi og hvatningu, með hugtökum sem mestmegnis eru fengin frá Sovétrikjunum í valdatíð hans. Slíkt niðurrif myndi ekki aðeins grafa undan trausti almennings á forustunni, og það mundi varla njóta skilnings eða viðurkenningar óbreyttra flokks- manna né alþýðu almennt, sem aldrei var ofurseld ógnarstjórn Stal- íns. Kínverjar geta því engan veginn skilið „de-Stalínisatíónina“ (,,af-Stalíninuna“) sem einhvern aðkallandi flórmokstur. Þótt þeir hefðu í raun og veru lítiö dálæti á Stalín — sú andúð þeirra á sér veigamiklar sögulegar orsakir — þá gat hannfæring á grundvallar stjórnarstefnu hans og niðurrif á þeirri valdaaðstöðu sem hann liafði skapað varla komið á óhentugri tíma. Ef við athugum málið óhlutstætt, Jrá skulum við gera ráð fyrir Jrví að hægt hefði verið að breyta heildarástandinu og gera liinn vanþróaða hluta hins sósíalíska heims hæfari til aÖ meðtaka stefnu- skrá „de-Stalínisatíonarinnar“ um meira frjálsræði og lýðræði. Til ])ess hefðu hin þróaðri sósíalísku ríki — og einkum Sovétríkin — orðið að hlaupa undir bagga með Kínverjum og láta þeim í té geipi- lega efnahagsaðstoð. -— Það jrarf varla að taka það fram, að vegna víðáttu og fjölmennis Kína hefði hún orðið að vera hrikaleg og hefði hrátt yfirstigið getu Sovétríkjanna og annarra sósíalískra ) Þjóðleg stefnuskrú í landbúnaðarmáhim 1956—1967, Peking, 1960, bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.