Réttur - 01.01.1963, Page 46
46
R É T T U R
ríkja í Evrópu. Slík efnahagsleg blóðtaka hefði stöðvað alla frekari
þróun til frjálsræðis og betri lífskjara í þessum löndum og sett póli-
tíska stöðu þeirra í hættu, sbr. dæmin frá Berlín, Búdapest og
Poznan.
Núverandi leiðtogar Sovétríkjanna, Þýzka alþýðulýðveldisins og
Póllands neituðu algerlega að herða sultarólina á ný. í hinni nýju
stefnuskrá Kommúnistaflokks Sovétríkjanna er grein sem tekur af
allan vafa um eðli þessarar ákvörðunar. Þótt talað sé um hollustu
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna við alþjóðlega sósíaliska sam-
hjálp og boðuð bróðurleg aðstoð öðrum sósíalískum ríkjum, þá
staðfestir stefnuskráin að
„Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna telur ásamt kommúnista-
flokkum annarra sósíaliskra ríkja verkefni sín vera þessi:
á efnahagssviðinu, að auka verzlun milli sósíalískra ríkja; þróa
alþjóðlega sósíalíska verkaskiptingu; samræma enn betur hinar lang-
æju áætlanir sósíalísku ríkjanna til þess að tryggja se.n bezta hag-
nýtingu á sósíalískri vinnu og örari þróun í efnahagslífi hins sósíal-
íska heims; ýta undir vísindalega og tæknilega samvinnu.“*)
I skýrslu sinni á 22. flokksþinginu var Khrústsév jafnvel ennþá
opinskárri. Hann sagði að „með sameiginlegu átaki bræðraflokka
eru fundin og verið að koma í kring nýjum formum milliríkja-
tengsla — efnahagslegra og pólitískra — og menningarsamvinnu sem
byggist á jafnréttisgrundvelli, gagnkvœmum ávinningi og bróður-
legri gagnkvæmri aðstoð.“**)
*) Stefnuskrá Kominúnistaflokks Sovélríkjanna, Reykjavík 1962, bls. 133.
Þaff er eftirtektarvert einkenni nm málamiðlunareðli stefnuskrárinnar, að á
eftir þessari ótvíræðu yfirlýsingu kemur frekar óákveðið fyrirheit um að
„Rommúnistaflokkur Sovétríkjanna og íbúar Sovétríkjanna niiini gera allt sem
í þeirra valdi stendur til að aðstoða allar þjúðir hins sósíalíska samfélags til
þess að koma á sósíalisma og kommúnisma.“
**) Pravda, 18. okt. 1961 (skáletur frá höf.). A þessa afstöðu var augsýni-
lega lögð áherzla í grein í Mezhdunarodnaja zhisn (í marz 1962). Fréttir segja,
að þar liafi verið lýst yfir að einliliða fórnir af hendi Sovétþjóðanna séu alveg
úv sögunni. (Sbr. New York Times, 26. marz 1962). Sjá og „Svör við spurn-
ingum lesenda“ um störf nefndar í gagnkvæmri efnahagsaðstoð („Komekon")
sem kom í Kommúnist, tímariti miðstjórnar Kommúnistafl. Sovétríkjanna (3.
h. í febr. 1961). Þar er liampað „viðskiptum í stað aðstoðar". Þá eru athyglis-
verð orð ritstjórans, F. Konstantínovs (í öðru sambandi) um albönsku leið-
togana, sem bæði Rússar og önnur sósíalísk ríki ákæra fyrir að upphefja sjálfa
sig, þrátt fyrir vanmátt og getuleysi, og tilraunir til að verða varanlegir „styrk-
þegar" í sósíalíska heiminum. (Kommúnist, nr. 17, nóv. 1961).