Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 47
RÉTTUR
47
Athafnir og bláþrykk eru traustari heimildir en klingjandi ræðu-
höld. Það er augljósara en orðum taki að ógerlegt er að jafna höfða-
tölutekjur sósíalísku landanna — einkum þegar höfðatala lágtekju-
landanna er langtum hærri en hinna sem eru hlutfallslega vel á veg
komin. Það er auðvelt að skilja, að sú stórfenglega áætlun urn þjóð-
félagsallsnægtir sem gerð var á 22. flokksþinginu, hefur vakið margs
konar viðbrögð hjá Kínverjum og nokkrum kommúnistaflokkum
sem berjast upp á líf og dauða til þess að yfirvinna hyldýpi fátæktar
í löndum sínum. Þeim kann að vaxa ásmegin og styrkur við hina
stórkostlegu árangra Sovétríkjanna, má vera þeir séu stoltir af þeim
glæsilegu viðhorfum sem hin nýja stefnuskrá boðar, en ekki verður
komizt hjá að skynja kuldann sem stafar frá þeim er „ekkert hafa“
til hinna er „hafa“. Stefnuskráin gerir ráð fyrir að þjóðarfram-
leiðslan vaxi um 500% á 20 árum, að höfðatölutekjur aukist um
350% á sama tíma, við lok tímabilsins njóti Sovétþjóðirnar hœstu
lífskjara í heiminum, stytztrar vinnuviku, hinna fullkomnustu al-
mannatrygginga. Með þetta í huga vaknar sú spurning, hvort slílc
aukning neyzlu og gæða sé að öllu leyti samrýmanleg sósíalskri
samúð og bróðurlegri gagnkvæmri aðstoð. Meðan bilið milli íram-
leiðslu Sovétríkjanna og annarra sósíalískra ríkja er jafn mikið og
nú, hefðu þá ekki Sovétríkin átt að reyna að „ná og fara fram úr“
Bandaríkjum Ameríku í höfðatölutekjum t. d. á 30 árum í stað 20,
eins og ráðgert er í stefnuskránni, til þess að geta látið öðrum ríkj-
um sósíalismans ríflegri stuðning í té? Og ennfremur, myndi ekki
töluverð aðstoð frá Sovétríkjunum til vanþróuðu sósíalísku land-
anna í Asíu flýta tiltakanlega eða auðvelda uppbyggingu sósialism-
ans þar, auka álitið á sósíalismanum í öðrum vanþróuðum hlutum
heims, jafnvel frekar en glitrandi auðlegð í Sovétríkjunum sjálfum?
Þetta eru geysilega örðugar spurningar. Til Jress að svara þeim
eru nauðsynlegar niðurstöður sem aðeins er hægt að fá réttar með
Jrví að taka með í reikninginn þær sérstöku aðstæður sem eru í
hverju landi sem og starfshætti sósíalískrar heimshreyfingar. Og
alltaf verður nægjanlegt rúm fyrir mismunandi skoðanir og hat-
ramar deilur. Málið er auk þess flóknara fyrir Jrað, að sovézkir for-
ustumenn hafa nú miklu minna olnbogarými en stjórn Stalíns á
sínum tíma. Eftir því sem frjálsræði og lýðræði hefur aukizt í þjóð-
lífinu verður æ erfiðara fyrir Jrá sem stjórna ríkinu og flokknum að
taka ákvarðanir sem eru líklegar til að verða illa Jrokkaðar, eða gera
j-áðstafanir á verðmætum — hversu góður sem tilgangurinn er —