Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 51

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 51
W. R. : Réttarfar í ríki Adenauers TÞað er nú komið svo i „lýðræSisríkinu" Vestur-Þýzkalandi, sem er með Islandi í Atlantshafsbandalaginu til að „vernda frelsið“, að þeim, sem segja sannleikann, er ekki hollt að láta nafns síns getið, ef jjeir vilja vera utan fangelsismúranna. Því er nafn greinarhöfundar skammstafað.] Nafn þýzka kommúnistans Karls Schabrods er kunnugt langt út yfir landamæri Vestur-Þýzkalands. Árið 1933 liandtóku nazistar liann og dæmdu í ævilangt fangelsi. Þessum einarða baráttumanni var dauðinn vís í píslarklefum Gestapo, og frelsi sitt fékk hann því aðeins aftur, að fasisminn var brotinn á bak aftur árið 1945. En árið 1962 sat þessi mikilsvirti andfasisti aftur bak við fangelsisriml- ana. Fyrir rétti komst hann svo að orði: „Meginhvöt mín til stjórn- málaafskipta, er að verða þjóð minni að liði. Þess vegna er ég and- stæðingur hinnar hættulegu stjórnarstefnu vestur-þýzku stjórnar- innar; en kjarnorkuvígbúnaðarstefna hennar er ábyrgðarlaus leikur að sjálfsmorði .... Baráttan stendur um varðveizlu friðarins, um sjálfa tilveru vora og framtíð.“ Nú er það svo, að örlög Schabrods eru ekkert einstakt tilfelli í réttarmálum Vestur-Þýzkalands. Andfasistinn Emil Sander var þannig dæmdur í fangelsi með honum. Peter Umland, sem einnig komst lífs af úr fangabúðum nazista, tærist nú líka upp í fangelsi. Hann er með krabbamein í barkakýli. En þá sem rannsóknarréttur- inn í Bonn klófestir, lætur bann ekki lausa, jafnvel þó fangi hans sé fársjúkur. í sumar (1962) var handtekinn fyrrverandi fangi frá Buchen- vvald, forseti félags þeirra manna í Neðra-Saxlandi, sem urðu fyrir ofsóknum nazistastjórnarinnar, Ludwig Landwebr. Hann hafði af- hjúpað tvo fyrrverandi SS-menn, þátttakendur í morðinu á foringja þýzkra verkamanna, Ernst Thálmann. En það voru ekki morðingj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.