Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 51
W. R. :
Réttarfar í ríki Adenauers
TÞað er nú komið svo i „lýðræSisríkinu" Vestur-Þýzkalandi,
sem er með Islandi í Atlantshafsbandalaginu til að „vernda
frelsið“, að þeim, sem segja sannleikann, er ekki hollt að láta
nafns síns getið, ef jjeir vilja vera utan fangelsismúranna. Því
er nafn greinarhöfundar skammstafað.]
Nafn þýzka kommúnistans Karls Schabrods er kunnugt langt út
yfir landamæri Vestur-Þýzkalands. Árið 1933 liandtóku nazistar
liann og dæmdu í ævilangt fangelsi. Þessum einarða baráttumanni
var dauðinn vís í píslarklefum Gestapo, og frelsi sitt fékk hann því
aðeins aftur, að fasisminn var brotinn á bak aftur árið 1945. En
árið 1962 sat þessi mikilsvirti andfasisti aftur bak við fangelsisriml-
ana. Fyrir rétti komst hann svo að orði: „Meginhvöt mín til stjórn-
málaafskipta, er að verða þjóð minni að liði. Þess vegna er ég and-
stæðingur hinnar hættulegu stjórnarstefnu vestur-þýzku stjórnar-
innar; en kjarnorkuvígbúnaðarstefna hennar er ábyrgðarlaus leikur
að sjálfsmorði .... Baráttan stendur um varðveizlu friðarins, um
sjálfa tilveru vora og framtíð.“
Nú er það svo, að örlög Schabrods eru ekkert einstakt tilfelli í
réttarmálum Vestur-Þýzkalands. Andfasistinn Emil Sander var
þannig dæmdur í fangelsi með honum. Peter Umland, sem einnig
komst lífs af úr fangabúðum nazista, tærist nú líka upp í fangelsi.
Hann er með krabbamein í barkakýli. En þá sem rannsóknarréttur-
inn í Bonn klófestir, lætur bann ekki lausa, jafnvel þó fangi hans sé
fársjúkur.
í sumar (1962) var handtekinn fyrrverandi fangi frá Buchen-
vvald, forseti félags þeirra manna í Neðra-Saxlandi, sem urðu fyrir
ofsóknum nazistastjórnarinnar, Ludwig Landwebr. Hann hafði af-
hjúpað tvo fyrrverandi SS-menn, þátttakendur í morðinu á foringja
þýzkra verkamanna, Ernst Thálmann. En það voru ekki morðingj-