Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 57

Réttur - 01.01.1963, Page 57
VIÐSJA Hvað myndi afvopnum þýða fjárhagsiega fyrir þjóðirnar? Ef samningar tækjust um afvopnun og því fé, sem nú er varið til vopnaframleiðslu væri varið til aukinnar velferðar mannanna, myndi lífsafkoman stórbatna. Talið er að beinn vígbúnaðarkostn- aður auðvaldsríkjanna í heiminum (Nato-, Seato-, Cento-bandalag- anna) sé um 80 milljarðar dollara. Reikni maður allan óbeinan kostnað í þágu vígbúnaðar, þá verður upphæðin um 100 milljarðar dollara eða sama og allar þjóðartekjur Frakklands, Ítalíu og Japans samanlagðar. Ef fimmti hluti þessara hernaðarútgjalda væri hag- nýttur í þágu þróunarlandanna, mætti skapa hjá þeim 30—40 mið- stöðvar iðnaðar og orkuframleiðslu á við þær beztu, sem til eru í heiminum, og koma þessum löndum á 20—25 árum á svipað þró- unarstig og Frakkland og England eru nú á. Ofsóknir gegn kommúnistum i Indlandi. Um 900 kunnir kommúnistar, — forustumenn verkalýðs- og bændasamtaka, þingmenn, blaðamenn og aðrir, — hafa verið fang- eisaðir frá því í nóvember 1962 og ofsóknirnar halda áfram. Meðal hinna íangelsuðu eru: Baba Gur Munkh Singh, einn elsti konnnún- isti Indlands, — baráttuhetja úr frelsisbaráttunni gegn Bretum, er sat þá oft í fangelsi, — en er nú áttræður að aldri. Dívakar Kakodkar, formaður námuverkamanna í Goa, var for- maður alþýðuflokksins þar, stóð í broddi fylkingar gegn portú- gölsku nýlenduherrunum og sat 12 ár í dýflissum Porúgala á Græn- höfðaeyjum (Kap Verde). — George Vaz, annar foringi námu- manna í Goa, sem var kvalinn í fangelsum Portúgala (Aguada Fort) fyrir þjóðfrelsisbaráttu sína. Fjölmargir félagar þessara frelsishelja sitja nú með þeim í fangelsum Indlands. Meðal hinna fangelsuðu kommúnista eru ennfremur 10 þingmenn aðalþings Indlands, 40 þingmenn löggjafarþinga hinna ýmsu ind-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.