Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 60

Réttur - 01.01.1963, Page 60
60 R É T T U R En samtímis harðna átökin milli auðvaldslandanna innbyrðis um verzlunina, af því að þau finna að það kreppir að. Baráttan um markaðina harðnar. Auðvaldslöndin bjóða meiri lán til að auð- velda stóriðjuhringunum samkeppnina. Undirboð taka að tíðkast meir og meir. Það liggur við verzlunarstríði á milli sumra sam- steypanna. Andstæðurnar á milli Efnahagsbandalagsins og brezka heimsveldisins vaxa. Sömuleiðis lenda Bandaríkin í vaxandi and- stöðu við Efnahagsbandalagið. „Márinn hefur unnið hlutverk sitt, márinn má fara." „í 30 ár hafa Bandaríkin haldið bróður mínum í völdunum. Þeg- ar þau þurftu ekki lengur á honum að halda létu þau myrða hann.“ Þetta eru orð Iiectors Bienvenidos Trujillos, en hann var hróðir Rafaels Leonídas Trujillos, sem í 30 ár var einræðisherra og leppur Bandaríkjanna í Dominíkanska lýðveldinu. Þegar Trujillo var myrtur fyrir hálfu öðru ári síðan, komust alls- konar sögusagnir á kreik um að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði verið þar að verki. En morðingjarnir fundust auðvitað ekki. Nú segja hins vegar vandamenn Trujillos sannleikann í málinu. Og þessi bróðir hans bætti því við í viðtali við blaðamenn í Panama, að einn morðingjanna hefði hlotið heiðurstákn fyrir frá utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og væri nú í stjórn Dominíkanska lýð- veldisins. Samruni frönsk-þýzku auðhringanna. Efnahagsbandalagið er, þegar öllu er á botninn hvolft, samruni franskra og þýzkra einokunarhringa, framkvæmt til þess að gera auðvald þessara landa sterkara gagnvart þýzkri og franskri alþýðu og gagnvart öðrum þjóðum, einkum þróunarlöndunum. Aður en EBE komst á, árið 1957, var fjárfesting vestur-þýzka auðmagnsins í Frakklandi tæpar 11 milljónir dollara. 1961 hafði hún sexjaldast; var 68 milljónir dollara. 1958 voru samkvæmt skýrslu vestur-þýzka sendiráðsins í París skráð 120 sameiginleg hlutafélög, vestur-þýzk og frönsk. 1962 voru þau orðin 500. Þar á meðal er „fransk-þýzki bankinn", er stofnað- ur var 1959 og stjórnar síðan allri vestur-þýzkri fjórfestingu i Frakklandi. Fjármagn bankans tífaldaðist frá 1959 til 1962. Einokunarhringir Efnahagsbandalagsins gerðu 3000 samninga

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.