Réttur


Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 21

Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 21
R É T T U R 21 verkfallsins, Bill Haywood og Elisabeth Gurley Flynn — núverandi formaður Kommúnistaflokks Bandaríkjanna. Leikurinn var mikill sigur. John Reed hafði fundið sjálfan sig, rödd hans varð óviðjafn- anleg, ólík annarra og ekki fyrir stofurabb um bókmenntir. Til þess að hún nyti sín, þurfti storma uppreistar fólksins, heróp al- þýðunnar, blossa vopnanna, hvininn í byssukúlunum, hið ástríðu- fulla og þrumumettaða andrúmsloft frá baráttu hinna kúguðu gegn kúgurunum. Skörnmu síðar fór Reed til Mexíkó í hita bændauppreistarinnar. Hann fór sem fréttaritari útbreiddasta blaðsins í New York, stóð við hlið uppreistarmanna með byssu og penna að vopni. Því verð- ur tæplega trúað, að hinir glæsilegu fréttapistlar hans séu skrifað- ir á ferð og flugi, við stjörnubirtu í herbúðum eða hriktandi borð í drykkjukrá. Pistlarnir færðu honum frægð og hann varð einn hæst launaði blaðamaður Bandaríkjanna, kallaður „hinn ameríski Kipling." Enn á ný stóðu honum allar dyr opnar til borgaralegs frama. Sú freisting hefur orðið mörgum rithöfundi að falli — en Reed stóðst liana. Eftir heimkomuna skrifaði hann margar greinar um íhlutun Bandaríkjanna í Mexíkó og hvernig utanríkisstefna þeirra er mörkuð af olíukóngum Standard Oil & Co. Þá fór hann til Lud- low, en þar voru verkföll í námum Rockefellers. Þaðan sendi hann greinar þrungnar af réttlátri reiði undir fyrirsögninni „Stríðið í Colorado.“ Fyrri heimsstyrjöldin var í aðsigi og var ekki fyrr skollin á en Reed fór til Evrópu sem stríðsfréttaritari. Hann kynntist ógnum og grimmd stríðsins, skilgreindi eðli þess og tilgang og kallaði það „stríð kaupmannanna.“ Styrjöldin gerði hann að hernaðar- andstæðingi og hann gerði allt, sem hann gat til að tala um fyrir bandarísku þjóðinni — styrjöldin væri hagsmunum hennar óvið- komandi og andstæð, hún leiddi til óhj ákvæmilegra og tilgangslausra fórna á sonum hennar fyrir verzlunarhagsmuni þeirra Morgans, Rockefellers og annarra kaupmanna dauðans. Heiptúðug herferð hófst gegn lionum, nafn lians var atað aur og hann sóttur til saka. En kjarkurinn brast ekki. Með októberbyltingunni skiplu sköp leiðum lians sem alls mann- kyns. Er fall einveldisins í Rússlandi fréttist til New York, ákvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.