Réttur


Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 25
ít É T T U R 25 hefur söguskoðun marxista staðist. Fjölda margt, sem áður var hul- ið og ýtti undir trú og hughyggju, hefur nú verið skýrt og skilið jarðneskum skilningi. Vér íslendingar eigum nú álitlegan hóp manna, sem tekizt hefur að samhæfa vinnuaðferð marxismans daglegu lífi sínu og störfum, gera hann að lífsskoðun sinni. Ymsir þeirra eru óþreytandi að skýra og skilgreina, fræða og kenna alþýðu manna. Vér eigum ágæt rit, þar sem þessari aðferð er beitt við athugun á sögu, heimspeki, bók- menntum og atvinnulífi. Eitt þessara rita er bók Einars Olgeirsson- ar „Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Islendinga“, sem kom út í bókaflokki Máls og Menningar árið 1954. Þar má sjá glöggt dæmi um það, hvernig marxisminn, hin djúp- sæju og þrautreyndu þjóðfélagsvísindi, gefa öðrum vísindagreinum tilgang og fyllingu. Aðeins með því að beita rannsóknaraðferð hans er hægt að finna sannleikskjarnann, komast að rótum við- fangsefnisins. Vér vitum, að mannkynið öðlaðist ekki fullan skilning á lögmáls- bundinni og óhj ákvæmilegri þróun mannlegs samfélags fyrr en hin- ir miklu hugsjónasnillingar Marx og Engels beindu kastljósi vísinda- legrar skilgreiningar á farinn og ófarinn veg. Hið sama verður uppi í teningnum, þegar um sögu lslands er að ræða. Þessi fáu orð eru rituð til að vekja meiri athygli á bók Einars, sem á aðdáunarverðan hátt tengir arf þjóðveldisins við frelsis- og menningarbaráttu þjóðarinnar nú, og sýnir ljóslega innra sam- hengi og hreyfiöfl sögunnar. Vér sjáum hvernig ýmsir þættir erfða vorra frá hinu ríkisvaldslausa þjóðveldi, hafa mótað íslenzka sér- stöðu. Vér sjáum, að íslenzk alþýða býr enn að hugsunarhætti og anda þjóðveldisins. Hún á enn friðarvilja og samheldni, stoll og réttlætiskennd feðranna. Því miður er ekki hægt í þessum línum að gera neina viðhlít- andi grein fyrir hinu yfirgripsmikla efni þessarar bókar. Sérhver stytting eða útdráttur yrði limlesting á hinni lifandi framsetningu höfundar, því að í raun og veru er bókin að springa utan af efn- mu, þegar lesið er ofan í kjölinn. 1 jöldamargar tilvitnanir og neðanmálsgreinar gefa snögga stund- arsýn til forvitnilegra viðfangsefna, sem gaman hefði verið að fá meira að heyra um. Mörgu verður að sleppa alveg, öðru er aðeins tæpt á. Við lestur bókarinnar er sem lesandinn aki með höfundi beina þjóðbraut um fagurt hérað. Stöðugt gefur nýja útsýn, inn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.