Réttur


Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 26

Réttur - 01.01.1964, Qupperneq 26
26 11 É T T U K lil fagurra dala, út til blárra víðerna, en ekki vinnst tími til að nema staðar að sinni því áfram skal haldið. Það er auðfundið, hve viðfangsefnið hrífur bókarhöfund. Það byltist fram og skáldleg tilþrif eru í málfari og framsetningu. Ein- ar Olgeirsson býr yfir geysilegri þekkingu á fornbókmenntum vor- um og þessi þekking er honum ávallt tiltæk. Islenzka þjóðveldið, eínahagsgrundvöllur þess og yfirbygging, verða honum því sem opin bók, ljós og auðskilin. Bókin hefst á því, að rakin er í stórum dráttum þjóðfélagsþró- unin í Evrópu fyrstu átta aldirnar eftir kristsburð. A þeim tíma tekur aðalsveldi við af ættasamfélagi. Ættasamfélagið er visst þróunarskeið mannlegs samfélags og einnkennist af því, að þá eru ekki komnar fram andstæðar stéttir, og því ekkert ríkisvald, ekkert vald utan og ofan við samfélagið. I ættsveitum eru meðlimir sömu ættar, frjálsir, vopnaðir menn, sem setja sér sjálfir lög og eiga fram- leiðslutækin saman. En ættasamfélagið liðast í sundur, er tímar iíða fram. Það kemur fram ný félagseining, fjölskylda og séryrkja, stéttagreining í stað sléttleysis. Munur verður á auði hinna ýmsu ætta. Ofriður ætt- sveita hver við aðra ýtir undir misskiptingu eigna og þróun höfð- ingjavalds. Svo fer að lokum, að vaxandi höfðingjastétt fremur valdarán gagnvart ættasamfélaginu, setur sér konung og skapar kúgunarvald, ríkisvald, til að brjóta niður hina eldri skipan og setja nýja, aðalsþjóðfélagið. En þessi bylting tók víða langan tíma og gekk í krákustígum. Það var undan slíkri byltingu, sem íslenzku landnemarnir hrukku burt úr Noregi. Þannig fer víða fram viðureign tveggja ólíkra þjóðfélaga, ann- ars vegar frjálst sameignarþjóðfélag ættsveitanna og hins vegar fámennisstjórn og ríkisvald aðalsveldisins. Andstæðurnar miIH þessara tveggja ólíku samfélaga setja mark sitt á trúarbrögð og andlegt líf. Höfundur rekur að nokkru og bendir á hvernig breyt- ingar á hinni efnalegu undirstöðu og byltingar hafa áhrif á lög, siði, trú og listir hvers tíma. Þegar forfeður vorir, frjálsir bændur hverfa frá Noregi og Bret- landseyjum, flytja þeir með sér hugmyndirnar um þá samfélags- skipan, er þeir höfðu búið við. Margir þeirra höfðu beinlínis bar- izt fyrir þeim samfélagsháttum gegn valdaráni konunga. Svo mik- ils virði voru þeim hinir gömlu félagshættir, að þeir lögðu allt á hættu og sigldu á opið haf. Á íslandi komu þeir að ónumdu landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.