Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 38

Réttur - 01.01.1964, Síða 38
38 II É T T U R Dauði Aneurins Bevans framlengdi yfirráð hægrimanna. Dauði Gaitskells batt endi á þau. En einnig í valdatíð Gaitskells var flokkurinn tekinn að þoka sér saman með tillili til væntanlegra kosninga og reyndi að gera sem bezt úr þeirri málamiðlunarstefnu, sem þróazt hafði í átökunum. Úrslitabreytingin varð, þegar þrýst- ingur að neðan og röksemdir veruleikans sannfærðu Gaitskell um það, að hann yrði að hafna aðild að Efnahagsbandalaginu upp á þau býti, sem fhaldsstjórnin hafði boðið upp á, og að hann yrði að halda fast við fimm skilyrði Verkamannaflokksins, þótl hann vissi, að sexveldin myndu aldrei fallast á þau, þar sem þau myndu ríða Efnahagsbandalaginu að fullu. Harold Wilson tók upj) þráðinn, þar sem Gaitskell hafði sleppt honum. Undir forustu hans hefur flokkurinn gengið í endurnýjun lífdaganna og er nú einhuga, öruggur og búinn undir sigur. Brýn- asta vandamál hans var það, hvernig hægt væri að fá hægrimenn fJokksins til að una því að missa forustuna og fá þá til þess að fallast á vinstriforustu Wilsons, sem var í samræmi við skoðanir yfirgnæfandi meirihluta óbreyttra flokksmanna, þótt því væri öfugt farið í þingflokknum. (En í þingflokknum urðu málalokin þau, að miðhópurinn sameinaðist vinstrimönnum og nokkrum andstæðingum Efnahagsbandalagsins í hópi hægrimanna til þess að fella hægriframbjóðandann George Brown, sem er þó eftir sem áður formaður þingflokksins). Aðferð Wilsons var sú að heita því, að hann myndi framfylgja stefnu þeirri, sem flokkurinn hafði þegar orðið sammála um í valdatíð Gaitskells en aðlaga hana að vísu breyttum aðstæðum. Þannig fengu hægrimenn enga átyllu, en Wilson fékk nægilegt athafnafrelsi til þess að láta hina næsta óljósu málamiðlunarstefnu Verkamannaflokksins þróast á raun- særri og skeleggari hátt. í innanlandsmálum beitir flokkurinn sér nú fyrir víðtækum áætlunarbúskap og stjóm á efnahagslífinu, sem stefni að aukinni framleiðslu fyrir tilstuðlan sérstaks framleiðsluráðuneytis, jafn- framt því, sem vísindi og tækni séu hagnýtt í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt þessarri stefnu hefur flokkurinn heimild til þess að þjóðnýta stáliðnaðinn og raunar frjálsræði til eins víð- tækrar þjóðnýtingar og talin er nauðsynleg til framkvæmdar stefn- unni og til þess að brjóta á bak aftur andstöðu einkaaðila. Mikil áherzla er lögð á meiri og betri menntun, að heilsugæzla ríkisins verði endurbætt og aukin og gerð ókeypis, og að hrundið verði

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.