Réttur


Réttur - 01.01.1964, Side 39

Réttur - 01.01.1964, Side 39
H E T T U R 39 hinum ranglátu húsnæðislögum íhaldsmanna en skipulagslöggjöf í borgum og sveitum endurbætt, en á þeim sviðum hafa spákaup- menn, húsnæðisokrarar og lóðabraskarar leikið lausum hala. Þess i stað ætlar Verkamannaflokkurinn að boða gerólíka stefnu, sem hefur þá forsendu, að íbúðarhúsnæði sé félagsleg þjónusta en ekki réttur vettvangur fyrir fjárfestingu einstaklinga, hann vill láta þjóðnýta jarðnæði það sem borgir þurfa að nota, koma á leigu- eftirliti og tryggja bæjar- og sveitarstjórnum vald og fjármuni til að byggja leiguhúsnæði, veita mönnum, sem búa í eigin húsnæði, möguleika til að fá allt andvirðið að láni, og gera upptæk hús, sem leigð eru með okurkjörum eða eru látin drabbast niður í fátækrahverfi. Flokksráðstefnan í Scarborough snemma í október samþykkti þessa stefnu með yfirgnæfandi meirihluta og braut nýtt land með skýrslu framkvæmdanefndarinnar um „Verkamannaflokkinn og vísindabyltinguna“ og ræðu Harolds Wilsons um þá skýrslu, en að henni lokinni hylltu menn Wilson með því að rísa úr sætunr sinum, og hún hafði mikil áhrif á almenning fyrir atbeina blaða, sjónvarps og útvarps. Times kallaði skýrsluna „áætlun Verkamanna- fiokksins um að beita vísindunum fyrir sósíalismann og sósíalism- anum fyrir vísindin.“ „Það fimmtán ára tímabil“ sagði W ilson í rœðu sinni, „sem líður jrá því að við vorum síðast í Scarborough, 1960, og jram á miðjan áttunda tug aldarinnar, mun fela í sér tœkni- breytingar, einkum í iðnaðaraðjerðum, sem verða umfangs- meiri en gjörvöll iðnbylting síðustu 250 ára.“ A þessu tímabili yrðu Bretar, sagði hann, að sjá tíu milljónum verkamanna fyrir nýrri vinnu, auka stórlega menntun, einkum í vísindum og tækni, og taka á sig það verkefni, að þjálfa nýliða og greiða verkamönnum, sem misstu vinnu vegna sjálfvirkni, fullt kaup meðan verið væri að endurþjálfa þá til nýrra starfa. „Séu tœknijramfarirnar,“ sagði Wilson með áherzlu, „eft- irlátnar einkaiðnaðinum og einkaauðmagninu, geta þœr að- eins leitt til stórgróða fyri.r fáa, góðrar atvinnu fyrir fáa, meðan attur jjöldinn verður eftirskilinn utangarðs; þótt áður hefðu ekki verið rök fyrir sósíalisma, hefði sjálfvirkn- in búið þau til. Því aðeins, að tœkniframfarirnar verði hluti af lieildaráœtlun þjóðarinnar, verða þœr framfarir notaðar í þágu almennings.“

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.