Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 40

Réttur - 01.01.1964, Page 40
40 R E T T U R Slík heildaráœtlim þjóðarinnar myndi hafa í för með sér stóraukna þjóðnýtingu, bœði til þess að koma upp nýjum iðngreinum, endurlíjga gamlar iðngreinar og einbeita hvoru- tveggja að nýjum verkefnum. Wilson hélt áfram með tilteknu dœmi: „Allir,“ sagði hann, „sem hafa rœtt um viðskiplahorfur við leiðtoga Sovétríkj- anna, eins og margir okkar hafa gert, eða við sum samveldis- löndin, vita, að mikil ejtirspurn er eftir ejnaiðnaði, sem byggist á brezkum rannsólcnum.“ „Ríkisstjórn Verkamanna- flokksins,“ sagði hann, „myndi beita sér fyrir efnaiðnaðar- samsteypu á vegum ríkisins, bæði til þess að uppfylla þarf- ir Austurevrópuríkjanna og gegna því enn mikilvægara hlut- verki að efla samveldisríkin.“ Wilson tengdi þessi atriði efnahagshorfum þeim, sem rnyndu blasa við' Bretum, þegar samkomulag um víðtæka afvopnun hefur tekið við af vígbúnaðarkapphlaupinu. Því er ekki unnt að takast á við efnahagslegar afleiðingar afvopnunar nema með sósíalistískum áætlunarbúskap. Wilson benti á, að þróuð auðvaidsríki halda nú uppi fullri vinnu með geysivíðtækum vígbúnaðarpöntunum, og ringulreið myndi ráða ríkjum í Wall Street og á öðrum kauphöll- um daginn, sem friður skylli á. „Við,“ sagði hann, „höfum lýst yfir því, að í Verkamannaflokksstjórninni muni verða afvopnunar- ráðherra, og meðal skylduverka hans verður að vinna að efnahags- vandamálum þeim, sem verða tafarlaus afleiðing af stórfelldri af- vopnun. Aðaleinkennið á stejnu Verkamannaflokksins í samveldis- málum er áherzla sú, sem lögð er á það, að áœtlunarbúskap Breta verði hagað þannig, að hann verði í samrœmi við efna- hagsáœtlanir annarra samveldislanda, en flest þeirra hafa nú tekið upp allverulega þjóðnýtingu og áœtlunargerð í því skyni að koma upp nútímaríki á sem skemmstum tíma. Ráðstefnan í Scarborough samþykkti einróma ályktun, þar sem lýst var yfir því að: „Það verkefni að bœta lífskjör þeirra tveggja þriðju mann- kynsins, sem ajskiptir eru, er brýnasla verkefni okkar tíma á sviði stjórnmála og efnahagsmála og leggur vœntanlegri Verkamannaflokksstjórn þœr skyldur á herðar, að hafa vax- andi aðstoð við vanþróuð ríki í fyrirrúmi í áœtlunum sín- um með því að losa mannajla, jjármuni og hráefni með af-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.