Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 53

Réttur - 01.01.1964, Page 53
A. ISKENDEROV: BURMA Þjóðir Burma höfðu háð langa og erfiða sjálfstæðisbaráttu og staðið sameinaðar í henni, ■—- stéttir verkamanna, bænda, borgara og menntamanna höfðu barizt hlið við lilið. En eftir að sigurinn vannst í sjálfstæðisbaráttunni sundruðust kraftarnir. Átökin hófust um hvers konar þjóðfélagsþróun skyldi verða í Burma. Baráttan inn á við náði hámarki sínu 2. marz 1962, þegar að byltingarráðið undir forustu Ne Win hershöfðingja komst til valda. Um nokkurt skeið var reynt að sameina öll byltingaröflin um þá stjórn. En sundrungin var það mikil sökum ýmissa flókinna vanda- mála, að það tókst ekki til lengdar. Ýmsir stjórnmálaflokkarnir, þar á meðal Kommúnistaflokkurinn, eru bannaðir. Byltingarstjórnin hefur hins vegar lýst yfir því að hún ætli að fara nýja leið til sósíal- isma. * Miklar breytingar hafa orðið á efnahagslífi landsins á þessum tveim árum. Ríkisreksturinn hefur verið stóraukinn. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að þjóðnýta eignir erlends einokunar- auðvalds í Burma. Þar á meðal hefur brezk-burmanski olíuhringur- inn (Burma Oil Co.) verið þjóðnýttur. I febrúar 1963 voru 24 einkabankar, sem höfðu grætt allt að 40—50% miðað við höfuðstól, þjóðnýttir. Undirbúið er að þjóð- r.ýta timburiðnaðinn, tin-félagið og fleiri félög. Aðaliðnaðarfyrirt'ækin cru nú komin í rikiscign. Það vcrða ckki reist nein ný fyrrtæki í einkaeign. Og crlcnd fjórfesting í landinu er raunverulega hindruð. Tekjurnar af þjóðnýttu fyrirtækjunum eru einn höfuðliður fjár- laganna. Helmingi þeirra er varið til atvinnuþróunar. Meðal þess,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.