Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 11

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 11
sem ekki gat sagt nema la la af almennilegu mann- eskjumáli. Hún settist niður hjá honum og ætlaði að reyna að hugga hann og koma honum í skilning um hvað þyrfti að gera. Hún kom við svart hárið á hon- um og strauk honum um blautan vangann, hvort- tveggja var mjög undarlegt viðkomu, svo að hún varð feimin og roðnaði. Hún varð að sjúga fast á sér neðri vörina, svo að hún færi ekki að skæla líka. En skips- drengurinn lagði höfuðið í kjöltu hennar og snökkti. Hún óskaði, að hún hefði farið strax með hann til Katrínar og beðið hana ásjár. Það var sem sé ekki óvenjulegt, að Flandrarar kæmu heim til Katrínar, og hún kunni eitthvert lag á þeim, því að hún sat stund- um ein með þeim inni í stofu, þegar Jón var á sjó, og hefir sjálfsagt ráðið fram úr vandræðum þeirra, því að þeir voru svo ánægjulegir á svipinn, þegar þeir fóru. En hana langaði svo til að geta hjálpað drengn- um, og nú mundi hún eftir því, að innar í fjallinu var hellisskúti, kannski hún gæti falið hann þar og fært honum mat um nóttina, meðan allir svæfu. Hvérnig átti hún nú að gera honum þetta skiljanlegt? Hún leit framan í hann, en hann var þá sofnaður með höfuðið í kjöltu hennar. Það greip hana einhver helgi gagnvart þessu trausti hans, hún þorði ekki að hreyfa sig, þó að hana verkjaði í bakið af að sitja flötum beinum með höf- uð hans ofan á sér. Hann var í vitund hennar eins og veikt ungbarn, sem ekki mátti vekja. Hún var ákaf- lega þreytt og loks hné höfuð hennar niður á brjóst- ið. Hún hrökk við og vaknaði, en samt sigraði svefn- inn hana að lokum. Börnih vöknuðu við það, að komin var hellirigning. Hún stóð upp og hristi sig, henni var kalt og fætur hennar voru steindofnir. Nú varð að taka til skjótra ráða. Henni leizt ekki á að fara niður í þorpið, verið gat að drengsins hefði verið saknað og leit hafin, og við nánari umhugsun reiddi hún sig hvorki á hjálp 203

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.