Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 16

Réttur - 01.08.1937, Page 16
skrifaðar fyrir. Aftur á móti komust bækur okkar æfinlega fyrst í hendur þeirra, sem töldu sér mesta hagsmuni í því að bakbíta okkur og níða, en einmitt þessir herrar réðu alla jafna yfir þeim möguleikum, sem okkur skorti, möguleikunum til að láta mál sitt berast sem víðast meðal almennings. Þessir menn voru nefnilega peningamennirnir í landinu, sem höfðu efni á því að senda dagblöð sín, gefins inn á hvert afskekktasta og fátækasta heimili til að flytja þang- að þann málstað, sem var pyngju þeirra hagkvæm- astur. Og málstað þessara manna var meðal annars bezt borgið með því, að ýmist væri þagað alveg yfir bókum ýmsra rithöfunda, og þá einkum þeirra höf- unda, sem leituðust við að kalla fólkið til nýs mats á verðmætunum, eða hinn kosturinn væri tekinn, að úthrópa okkur fyrir almenningi sem einhverskonar siðferðislausa varga, dóna og illþýði, sem ættu ekki annað áhugamál en spilla æskunni, og væru ekki í húsum hæfir. Rödd þeirra, sem eiga sérréttindin að verja, nær út til fólksins, jafnt út til innstu dala og yztu annesja eins og inn í kjallarakompur hinna snauðu í Réykja- vík. Þeir hafa getað sagt ykkur hvað sem þá lysti, hvenær sem var, ekki aðeins um spillingu okkar rit- höfundanna, heldur einnig um allt annað. En hvernig hefir staðið á því, að einmitt rödd þessara manna skuli hafa endurómað um allt, að maður skuli heyra skoðanir þessara manna étnar eftir og tugðar upp jafnvel af voluðustu og niðurtröðkuð- ustu einstaklingum á afskekktustu stöðum í landinu meðan við rithöfundarnir, sem teljum okkur tals- menn upplýsingarinnar, náðum ekki tali af þeim, sem við áttum erindi við, og urðum að tala fyrir daufum eyrum? Það var vegna þess að einmitt þessir menn, sérrétt- indamennirnir í þjóðfélaginu, höfðu þá peninga, sem til þurfti að senda málgögn sín ókeypis inn á hvert 208

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.