Réttur


Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 12

Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 12
liggur í ótal bugðum eins og slanga, og mikill hluti hans þannig, að öðrum megin rísa skörðóttir klettar, en að neðan er snarbrött hlíðin, þúsund fet eða meira á hæð. Regnið og grjótið, sem losnað hafði úr fjalls- hlíðunum og lá allsstaðar um veginn, seinkaði mjög ferðinni. En þær fjórar klukkustundir, sem ferðin tók, held eg að samferðamaður minn hafi ekki talað oftar við mig en fjórum, fimm sinnum. Eg reyndi oft að fá hann til að tala. Það var ekki af því, að hann vildi ekki tala; hann virtist öllu held- ur ekki heyra til mín. Það var eins og hann sykki niður í eitthvert dularfullt djúp í innra heimi, óðar og hann hafði talað. Hann sat eins og maður, sem er undir áhrifum af morfíni. Viðræður mínar, skarkalinn í gamla bílnum, hin stöðuga rigning var allt sem suða í fjarska — hinn tilgangslausi ytri heimur, sem megn- aði ekki að brjóta skelina, er hann virtist búa í. Skömmu eftir að við lögðum af stað, spurði eg hann, hversu lengi hann hefði staðið í göngunum. ,,Eg veit það ekki“, svaraði hann, „góða stund, býst eg við“. „Hvers vegna stóðstu þarna — til þess að forðast rigninguna?“ Hann svaraði ekki. Eg spurði hann aftur og hækk- aði róminn að mun. Hann leit v,ið. „Afsakaðu, vinur“, sagði hann; „varstu að segja eitthvað?“ ,,Já“, svaraði eg. „Veiztu, að eg var rétt búinn að aka yfir þig í þessum göngum?“ „Nei-ei“, sagði hann, með hálfgerðum andköfum, eins og einkennandi er fyrir það mál, sem talað er til fjallanna, „Heyrðirðu ekki, þegar eg kallaði til þín?“ „Ne-ei“. Hann þagði andartak. „Eg held eg hafi verið að hugsa“, sagði hann svo. Eg hefði haldið það, hugsaði eg með sjálfum mér. „Hvað gengur að þér — heyrirðu illa ? “ spurði eg. 12

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.