Réttur


Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 13

Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 13
„Ne-ei“, sagði hann, sneri frá mér og leit fram fyrir sig á veginn. En eg sleppti ekki á honum takinu. Eg vildi ekki láta hann sökkva aftur niður í hugsanir sínar. Ein- hvern veginn langaði mig til að fá hann til að tala. ,,Ertu að leita að atvinnu?" ,, J á“. Það virtist kosta hann átak að tala. Það var ekki af því að hann væri málhaltur. Það var eitthvað á bak við í huga hans, sem varnaði honum máls. Það var eins og hann gæti ekki haldið sambandinu við þann heim, sem eg var í. En þegar hann svaraði mér, talaði hann skýrt og greinilega. Eg gat ekki skilið í því. Þegar hann kom inn í bílinn, hafði eg verið hálf- hræddur; nú var eg forvitinn, og fann til meðaumk- unar með manninum. ,,Hvers konar atvinnu stundarðu?“ Eg var feginn að hafa sett fram þessa spurningu. Maður veit tölu- vert um einhvern, ef maður veit, hverja atvinnu hann stundar, og það gefur alltaf tilefni til frekari um- ræðna. ,,Eg vinn venjulega í námum“, sagði hann. „Nú fer okkur að miða áfram“, hugsaði eg. En einmitt í því komum við að slæmum kafla á veginum, þar sem forin var svo mikil, að erfitt var að fylgja hjólförunum. Eg varð að hætta að tala, og hugsa um það, sem eg var að gera. Og þegar við komum aftur á greiðfæran veg, var eg búinn að missa af honum. Aftur reyndi eg að fá hann til að tala. En það var tilgangslaust. Að lokum fékk þögn hans mig til að blygðast mín: Hann var maður, sem hafði sökkt sér niður í sína eigin sál, og óskaði þess eins að fá að vera í friði. Eg fann að það var rangt, að vera að þrengja sér inn á hann. Við ókum því á að gizka fjóra tíma í algerðri þögn. Fyrir mér voru þessir klukkutímar næstum ó- 13

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.