Réttur


Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 16

Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 16
og hélt báðum höndum utan um bollann eins og til að hita sér. Þegar hann var búinn spurði eg hann, hvort hann vildi ekki smurt brauð. Hann sneri sér að mér og brosti. Það var mjög blítt, mjög auðmjúkt bros. Stóra klumpslega andlitið hans virtist ljóma upp og verða mannúðlegt og hlýlegt. Brosið fór í gegn um mig. Það vermdi ekki, mér varð illt innanbrjósts. Það var eins og að horfa á lík hreyfa sig. Mig langaði til að hrópa upp: ,,Guð minn góður, þú veslings maður“. Þá ávarpaði hann mig. Yfir andlitinu var sama brosið, og eg sá í stóru tennurnar með tóbaksblett- unum. ,,Þú hefir verið mjög góður við mig, vinur, og eg kann vel að meta það“. „Minnstu ekki á það“, tautaði eg. Hann horfði ennþá á mig. Eg vissi að hann ætlaði að segja eitthvað meira, og eg var hræddur við það. „Viltu gera mér greiða?“ „Já“, sagði eg. Hann talaði lágt. „Eg hefi hérna bréf, sem eg hefi verið að skrifa konunni minni, en eg kann ekki al- mennilega að skrifa. Vildirðu vera svo góður að skrifa um fyrir mig?“ „Já“, sagði eg, „það vil eg gjarna“. „Eg veit að þú kannt að skrifa alveg rétt“, sagði hann og brosti. „Já“. Hann hneppti frá sér bláu skyrtunni sinni. Undir þykkum nærfötum hans var bréf fest með öryggis- nælu. Hann rétti mér það. Það var rakt og volgt, og lyktina af votum fötum og hina hálfsúru lykt af lík- ama hans lagði af því. Eg bað þjóninn um blað. Hann fékk mér það. Þetta er bréfið, s,em eg afritaði. Eg skrifa það hér eins og hann skrifaði það: 16

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.