Réttur


Réttur - 01.03.1938, Page 21

Réttur - 01.03.1938, Page 21
ir því sérstaka athygli. Umræðuefni dagsins eru marg- vísleg, allt frá sögum um kvennafar og fyllirí upp í margháttaðar tilgátur um tilgang lífsins, umræður um nýlesna bók, niðurstöðu einhverrar vísindagrein- ar um ákveðið efni, þvarg um trúmál eða umræður um fiskveiðar. Því að mitt í öllu erfiði dagsins hafa menn tíma til þess að láta sig umhverfið skipta. Fyrir utan borðstokkinn bíður góðkunningi sjómannanna, „múkkinn", sem gleypir með græðgi allt slor og þess háttar, sem hent er í sjóinn á meðan á aðgerð stend- ur, en í dag er hann óvenjulega ólystugur. Hann er allt af að fljúga upp með gargi og renna sér niður aftur, hann aðeins kroppar í kræsingarnar, en étur ekki ne.itt. Ef til vill er hann sjóveikur. Jón, sem var sjálfkjörinn veðurspámaður skipsins, án þess þó að nokkur tæki hann alvarlega nema hann sjálfur, horfði rannsakandi út í loftið. I sjóndeildar- hringnum hvíldi koldimmur kólgubakki, skýin, sem áður voru eins og sérstæðar borgir á himinhvolfinu, voru að leysast upp í iðandi mistur, og úr mistrinu ýrðu snjókorn, sem vindurinn feykti ertnislega til. „Hann ætlar að hvessa verklega núna“, sagði Jón upphátt. „Og hvessi hann bara og hvessi, svo að allt fjúki til fjandans“, svaraði Páll, s.em var hortugur og ófyrirleitinn í tali um sjó og vind. Og hann taldi sig hafa fulla heimild til þess, eftir að hafa verið nær- fellt þrjátíu ár til sjós og lent í ýmsu, „maður hefir fundið af honum áttina áður“. „Þú ætt.ir ekki að státa þig svo stóran í tali, Páll“, sagði Guðlaugur,, sem ekki var alveg laus við hjátrú eða ótta gagnvart einhverju, sem kynni að gera mönnum .einhvern grikk. En Bjarni, sem allt af hafði á takteinum ein- hverja sögu, sanna eða logna, í sambandi við flest, sem v.ið bar, sá sér nú tækifæri til þess að segja sög- una um sveitastrákinn, sem stal sauðarkrofinu og storkaði tunglinu, sem horfði á verknað hans í rökkr- 21

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.