Réttur


Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 22

Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 22
inu, ,en gaf honum maklega ráðningu fyrir. Þannig er tal manna fram og aftur. Sumir eru hjátrúarfull- ir, aðrir ekki. En flestir hafa þó gaman af því, sem kitlar ímyndunina. Um hádegisbilið er vindur orðinn allhvass, menn bollaleggja hvort ,,kallinn“ muni ekki hætta að toga. Sumir halda að hann muni láta taka það inn, þegar híft er upp næst, aðrir álíta að hægt sé að taka nokk- ur hol enn þá. En þegar tekið hefir verið ,eitt hol enn þá kemur skipstjórinn út á brúarvænginn og kallar: „Takið allt trollið inn, bindið það rækilega upp og fellið inn hlerana“. Allar fyrirskipanir eru fram- kvæmdar með leikni vanans, og þrátt fyrir hvass- viðrið og sjóganginn gengur allt vel. Loks þegar vinn- unni er lokið, allt lauslegt hefir verið tjóðrað fast og lestunum lokað, eru settar vaktir, og byrjað að ,,slóa“ gegn vindi og sjó. Stormurinn fer vaxandi, það er öskubylur og þeg- ar næturmyrkrið leggst yfir, lokast heimurinn fyrir utan skipið, engin glæta sést lengur, aðeins hvítlöðr- andi öldurnar, sem rísa og hníga í sífellu með drunga- legu brimhljóði. Enginn veit hvað nóttin geymir, ald- rei er jafn óvíst um örlög manna eins og í kolsvarta byl og ofviðri úti á regin hafi. Skipið er veröld út af fyrir sig. f vondu veðri veröld, þar sem farg óvissunn- ar hvílir þungt á hugunum. Það verður að loka ö.ll- um gluggum, öllu þar sem sjór gæti komist inn um, loftið verður þungt, heitt og rakt, óljóst vaknar til- finning um að vera í fangelsi, menn verða að brynja sig hörku, kæruleysi, ruddaskap, tilfinningaleysi, kaldlyndi gagnvart umhverfinu. Frammi í lúkarnum eru menn farnir að sofa, ein- staka hafa verið að lesa, en sofna kannske með bók- ina í hendinni. Einhver kemur framm í og ræsir næstu vakt, sem á að taka við að vera í brúnni, til þess að horfa út í náttmyrkrið, að stýra og sjá um að halda sér frá öðrum skipum. Þeir sem vakna spyrja, hvort 22

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.