Réttur


Réttur - 01.03.1938, Side 24

Réttur - 01.03.1938, Side 24
þröskuldi dauðans á svo áþreifanlegan hátt, hefir f för með sér augnabliksstirðnum hugsunar og athafna. En þessi stirðnun varir aðeins augnablik, svo vaknar sjálfsbjargarhvötin. Páll gat með herkjubrögðum lokað báðum lúkarshurðunum, svo sjórennslið niður minnkaði. Einhver hljóp til þess að halda með hon- um hurðunum, á meðan sjórinn væri að fjara út af dekkinu, ef þá ekki kæmi annar brotsjór, sem gerði út af við skipið. Það virðist nú liggja kyrrt, var hætt að síga niður, en rétti sig heldur ekki við aftur, og var auðfundið að eitthvað hafði kastast til, annað- hvort fiskur í lestinni eða kol í kolaboxunum. Allt var í svartamyrkri, því að ljósvélin hafði stöðvazt. Menn þreifa fyrir sér eftir hlífðarfötum. Þeir ætla að ganga í að rétta skipið við aftur. Ekkert æðruorð, á engum heyrist ótti, eitthvert ískalt rólyndi hefir gripið alla. Aðeins Guðjón, sem allt af hefir lifað þannig, að eng- inn hefir orðið hans var, lifað sig inn í sjálfan sig við biblíulestur og hógværa guðsdýrkun, og hefir helzt. vakið athygli á sér með því að vilja halda laugardag- inn heilagan, þótt vitað sé að enginn tekur mark á sunnudegi til sjós — hvað þá laugardegi, aðeins Guð- jón er eins og yfirbugaður af hrollkulda þessa hrjúfa veruleika. Hann hefir fengið óttaáfall, hann liggur í kojunni og hrópar titrandi bænarorð til guðs síns um náð og miskunn í þessu voðaveðri, aðeins í dýpstu veltunum slitnar sónn hans, þá heldur hann sér dauða- haldi í kojustokkinn og bíður þess í takmarkalausri örvæntingu, hvort skipið nái sér upp úr aftur. Guð hans hefir yfirgefið hann, og enginn skiptir sér af honum. Það var kallað á alla að koma aftur í og moka til kolum, til þess að reyna að rétta skipið við. Þegar aftur í var komið, kom í ljós, að þar hafði allt hálf- fyllt af sjó, og svo mikill sjór farið niður í vélarúmið og kyndaraplássið, að drepizt hafði í öllum eldum. Sltipið var þess vegna bjargarlaust, gat ekki hreyft 24

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.