Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 29

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 29
xiggt meðal gegn þeim mönnum, sem tekið hafa þann kost að hlýta leiðsögn eigin skoðana og gefið hafa al- þýðunni neista listar sinnar, í stað þess að þræða kráku- stigu auramennskunnar, þar sem hugsjónir, gáfur og manngildi er vegið til endurgjalds í tugum króna. Þetta nýja meðal er þögnin — algjör þögn um höfundana og verk þeirra. Þessi bramalífselixír borgarastéttarinnar hefir upp á síðkastið verið notaður sem varnarmeðal gegn öllum hinum róttækari höfundum. Þó munu borgararnir varla nokkru sinni hafa þurft stærri inntöku til þess að geta þagað, heldur en yfir nýjustu bók Jóhannesar úr Kötl- um, „Hrímhvíta móðir“. En það er rétt, hér liggur líf- ið við. Þetta er ,,hættuleg“ bók og í henni er falinn eld- ur, sem getur orðið að báli, ef hann er hreyfður. Þessi bók inniheldur dýrmætustu blöðin úr sögu þjóðarinn- ar, blöðin, sem hún reit með blóði sínu, þjáningum og fórnum. Þarna öðlast hún endursýn þess lífs, sem hún hefir lifað, og — það sem geigvænlegast er valdastétt- inni — þarna finnur hún þráðinn, sem hún hafði glat- að, þráðinn, sem ofinn er í dag um örlög hennar og líf. I sjónhending bregður skáldið hjúpi af þessum undar- lega spegli, er sýnir myndir fortíðarinnar eina eftir aðra, frægðarverk og hetjudáðir, niðurlæging og kvöl. Með sprota listar sinnar bendir það á gróin sár, hálf- opnar undir, og bregður loks svip samtíðarinnar í gler- ið, og sjá — þar standa hnífsoddar í hjarta. En það er ekki ægileiki myndarinnar af hinni hrím- hvítu móður, sem gera skáldið og bókina „hættulega“, heldur miklu fremur hin mjúku, listrænu strengjagrip, er Jóhannesi úr Kötlum virðist svo auðvelt að ná. Ljóð hans eru ekkert vonlaust hugarvíl, enginn tregabrag- ur yfir því, sem glatað er og aldrei kemur aftur, þau eru hetjuljóð, sem minnast sigra og ósigra, hvatningar- óður til alþýðunnar um að byggja grundvöll baráttu sinnar á því, sem skeð hefir, og umskapa þannig hæfni 29

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.