Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 12
sem eru leifar af hugsunarhætti þræla og annara
ánauðugra manna, að trúa einkum á forsjón þeirra,
sem sölsa til sín arðinn af striti þess. Verulegt lýð-
ræði getur ekki skapast fyr en sá lýður, sem landið
byggir, vaknar til skilnings og trausts á sínum eigin
krafti til að ráða fram úr sínum eigin málum. Sósíal-
isminn, marxisminn er vísindakenningin um það,
hvernig alþýða megi eflast svo að skilningi sinnar
eigin aðstöðu ,upplýsingu og sjálfstrausti, að hún sé
þess megnug að taka sjálf í eigin hendur stjórn fram-
leiðslunnar og verzlunarinnar, ásamt hinum pólitísku
yfirráðum síns eigin lands.
Baráttan fyrir lýðræði í atvinnumálum þýðir alls
ekki útilokun einkaframtaksins eða vanmat á þjóðfé-
lagslegu gildi þess innan ákveðinna takmarka, eins
og stundum heyrist haldið fram. Ætlunin er ekki sú
að útmá einkaframtakið, heldur nýta það í þágu þjóð-
ar og ríkis, í stað þess að gefa einkaframtakinu tök á
að nýta bæði fólkið og ríkisvaldið í sína eigin þágu, og
taka sér um leið afstöðu sem fjandsamlegur aðili í
senn gegn fólkinu og hinu lýðræðissinnaða ríkisvaldi.
Það á ekki að afmá einkaframtakið, heldur þjóðnýta
það.
Báðum hinum sósíalistisku verklýðsflokkum, sem
nú standa nær fullri sameiningu en nokkru sinni fyr,
er þetta ljóst. Báðir hafa flokkarnir borið fram á
þingi frumvörp um nýskipun sjávarútvegarins, þar
sem gert er ráð fyrir að hagnýta hið svokallaða
einkaframtak tíl aukningar atvinnulífsins í landinu.
Ég á við frumvarp Alþýðuflokksins, á Alþingi í fyrra,
um endurskipulagningu togaraútgerðarinnar, og
frumvarp Kommúnistaflokksins, á yfirstandandi Al-
þingi, um öflun mjög stórra vélbáta, allt að 150 smá-
lesta, sem veiðitækja. Ég vil flýta mér að taka mönn-
um vara fyrir því að halda, að mergurinn málsins sé
hér skoðanamunur, um hvort sé hentugra eða nauð-i
synlegra, togarar eða vélbátar. Togarar eða vélbátar
44