Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 16
þrjá daga. Þar voru fyrirlestrar og umræður um lands-
ins gagn og nauðsynjar, glaumur og gleði, 200—400
manns samankomin, til að fræðast og skemmta sér.
Eitt kvöldið voru almennar umræður um hina sígildu
kreppu, sem þá var aðeins ársgamalt fyrirbrigði á
Austfjörðum. Þá tók ég til máls og varpaði yfir krepp-
una Ijósi minna hættulegu skoðana. Litlu síðar tók til
máls mesti og glæsilegasti bóndinn á öllu Héraði,
Sveinn á Egilsstöðum. Hann er holdi klædd bænda-
hugsjón Jónasar frá Hriflu. Hann hefir fjölda kúa,
sem búa í einhverju allra glæsilegasta húsinu í
hreppnum, þegar undan er skilið hús Sveins sjálfs.
Stórt og vélltækt tún, bílvegur heim á hlað, og hverj-
um bagga ekið í bíl heim að hlöðudyrum. Engjar eru
líka véltækar, mörg hundruð ær. Risna er á mjög háu
stigi á heimili hans og íerðamannastraumurinn liggur
þar um garð allt sumarið. Auk þess er hann albróðir
kaupfélagsstjórans á Reyðarfirði. Eins og gefur að
skilja, þá skilur svona bóndi, hve skoðanir mínar á
kreppunni voru hættulegar og þessvegna hélt hann
yfir mér rungandi skammarræðu, þar sem hann sýndi
fram á, hvað ég væri hásvívirðilegur maður. Þetta
þótti mér mjög eðlilegur hlutur og alvanalegur. En
Héraðsbúar litu nokkuð öðrum augum á málið. Gleði
og bróðurhugur hafði ríkt við umræðurnar, svo sem í
öllum öðrum greinum á námsskeiðinu. Það höfðu ver-
ið haldnar milli 10 og 20 ræður, sumar ekki nema
eina eða tvær mínútur og sumar ákaflega þunnar að
allra dómi, eins og gengur og gerist. En af því að það
lá svo ljómandi vel á fólkinu, þá hafði hver einasti
maður a'lltaf klappað fyrir hverjum einasta ræðu-
manni. — Þar til Sveinn hafði lokið máli sínu, ríkasti
bóndinn á Héraði, sá, sem átti fallegast fjós um allt
Austurland, flestar kýr, átti bíl og ók á honum öllum
sínum nauðsynjum heim í hlað og að hlöðudyrum,
bóndinn á frægasta höfuðbóli landsfjórðungsins,
þá klappaði enginn, eklci einn einasti maður. í einum
48