Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 31
veit ekkert hvað ég á að gera. Ég hefi aldrei á æfi
minni lent í þvílíkum vanda. Ef ég tek þetta að mér, þá
get ég unnið mér inn dálitla peninga, en aðeins með því
gera fólki illt, sem aldrei hefir gert neitt á hlut minn.
Ef ég segi nei, þá verð ég stimpluð sem andfasisti og
ofsótt á allan hugsanlegan hátt. Þú ert nú búin að
þekkja mig í þrjátíu ár, og þú veizt að ég er hvorki
fasisti eða andfasisti; þú veist að ég hefi alltaf unnið
heiðarlega fyrir mér og ekki skipt mér af öðru en
mínu“.
Daníel stóð í djúpum þönkum.
Caterina lagði enn af stað, andvarpandi, og enn
fylgdi Daníel á eftir.
Agostino beið við endann á stígnum.
,,Heyrðu“, sagði Daníel við konuna, ,,þú skalt ekki
vera hrædd, en segðu Agostino það, sem þú varst að
segja mér, og gerðu svo það, sem hann segir þér“.
Daníel horfði á eftir þeim, þar sem þau gengu í átt-
ina til Gordola, síðan hélt hann aftur til svínastíunn-
ar til að iíta eftir grísunum sínum.
Dag nokkurn var hann ásamt Silvíu dóttur sinni að
vinnu í víngarði sínum. Þá kom Agostino. Þetta var
fyrsta sinn, sem Daníel sá hann síðan gyltan gaut.
Daníel hafði tekið þessa morgunstund til þess að
reyna að bjarga vínviðnum sínum undan skemmdum
phylloxerunnar (þ. e. sníkjudýr, sem veldur miklu
tjóni á vínviði í Sviss og víðar), hann leitaði uppi sýktu
blettina með litlum stálbursta, en Silvía gekk í slóð
hans með sjóðandi vatnskönnu og hellti því á skemmd-
irnar. Agostino ók vagni með múrsteinum. Hann
hægði á og kallaði:
„Hæ! nú er kominn skriður á málið!“
„Hvaða mál?“, svaraði Daníel, sem áttaði sig ekki
strax á við hvað hann átti.
„Þú veizt hvað ég meina“, sagðiAgostino, veifaði
höndinni og ók burt. Daníel hristi höfuðið.
«3