Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 40

Réttur - 01.04.1938, Page 40
var ekki minnst á slysið kvöldinu áður. Það var aug~ ljóst að enginn í Bellinzona vissi neitt um þ;að. Að lokum herti Daníel upp hugann og bryddi upp á því við málafærslumanninn. „Ég hefi heyrt að það hafi orðið einhverskonar pólitískir árekstrar milli Itala í gærkvöldi fyrir utan Locarno“, sagði hann. „Jæja, það hefir ekkert heyrst um það hér, þó svo hafi verið“, svaraði málafærslumaðurinn. „Það getur varla hafa verið merkilegt, því að ef svo hefði verið, þá hefðum við áreiðanlega frétt um það. Því að hér eru mjög miklar viðsjár með fasistum og andfasist- um“. Daníel hafði verið mjög áhyggjufullur, en við þetta svar varð honum hægra í hug. Luca hafði vafalaust ýkt atvikin stórkostlega með ímyndunarafli sínu. Þessir ítalir, sagði Daníel við sjálfan sig, eru góð- ir, örgeðja, og hugrakkir menn, en þeir tala of mik- ið. Það vill til, hugsaði hann, annars hefðu Caterina og Agostino orðið að flýja frá Sviss. Og í sama bili sá hann eftir að hafa verið nótt að heiman og glatað heils dags verki til einskis. Á heim- leiðinni í lestinni voru bændurnir að tala um refinn, sem hafði rænt hænuungunum í Magadino. „Refurinn er mjög kænn“, sagði einn þeirra, „hann er miklu kænni en maðurinn með sínar gildrur“. „Það kvað vera komnar nýjar gildrur, ítölsk upp-< finning", sagði annar. „Það hvín hátt í þeim, en það er enginn kostur", sagði sá fyrri. „Það er mergurinn málsins“, sagði Daníel. „Það læt- ur hátt í þeim, en það er enginn kostur. Þær hafa bara hátt“. Strax og Daníel kom heim, fór hann upp á loft til þess að líta á veika manninn. Við herbergisdyrnar mætti hann Silviu, sem varnaði honum inngöngu. Hún bar fingurinn upp að vörum sér til þess iað boða þögn. „Hann verður að vera alveg þögull“, hvíslaði hún 72

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.